Til hamingju, sjómenn nær og fjær.
3.6.2007 | 22:36
Heil og sæl.
Til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur.
Vaknaði kl. 10 nokkuð hress eftir dansiball og djam fram á nótt.....ekki prenthæft... Fór í messu og skírn kl.11 . Lítil vinkona mín heitir Gyða Rún.
Ég stóð mig ágætlega í samfélagsþjónustunni í dag. Bakaði köku fyrir kaffisölu Björgunarsveitarinnar Berserkja í Stykkishólmi samt ekki sjómannskona enda hjálparsveitin fyrir fleiri en sjómenn og hvað gerir maður ekki ef maður er beðin fallega, ha. Seldi merki dagsins við höfnina eftir hádegi. Öll blöð seldust upp. Skemmtileg dagskrá. 9.bekkur Grunnskólans tók þátt í hjólböruhlaupi og reipitogi og ýmislegt annað til gamans gert. Virkilega skemmtilegt þrátt fyrir norðan strekking.
Seinni partinn fór ég í skírnarveislu hjá Alla og Hildigunni.
Er orðin framlág og fer að stefna til kojs, zzzzzzzzzzzz
Góða nótt og guð geymi ykkur.
kv.Anna Sigga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á hvað var fólkið að horfa?
3.6.2007 | 20:07
![]() |
2.000 nektarfyrirsætur í Amsterdam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið er ég sammála þessu
3.6.2007 | 19:56
Tryggja þarf að kvótinn fari ekki úr byggðarlaginu og sé ekki í vasa eins eða tveggja manna.
![]() |
Björn Ingi: Viðbót í aflaheimildum síðar fari til svæða en ekki kvótaeigenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjóklæðagerðin og Hans Kristjánsson (afi) og eyrnasuð
2.6.2007 | 09:56
Heil og sæl,
Vaknaði í morgun klár og hress, nei síður en svo. Ég þjáist af eyrnasuði og í morgun kl 7 var eins og sími væri að hringja inní eyranu. Hugsaði hafa kannski geimverur grætt í mig eitthvað meðan ég svaf? nei svona er þetta nú bara, stundum er eins og dyrabjalla hringi þá rík ég fram og til dyra nei, enginn. Langvarandi suð svona hátíðnisuð eða eins og var í sjónvarpinu þegar engin útsending var. íííííiíííiíiííííííí´. Þetta fékk ég víst í arf frá foreldrum mínum.
Talandi um foreldra og ættmenni. Ég er alltaf mjög stolt af honum afa mínu Hans Kristjánssyni sem stofnaði Sjóklæðagerðina 66 gráður norður ásamt öðrum og byggði hús undi starfsemina að Skúlagötu 51. Þarna lék ég mér sem barn með pabba í vinnunni. 66 gráður eru vestfirðir. Afi var frá Suðureyri við Súgandafjörð og ann þeim stað. Amma mín hét María Helga Guðmundsdóttir frá Gelti.
1923 eða 4 fór hann til Noregs og lærði að sjóða saman sauma til að gera föt vatnsheld og annað. 'I dag er þetta allt annað, önnur hönnun og eigendur en nafnið lifir.( sjá grein í sjómannadagsblaðinu bls.35. mbl)
Ef einhverjir ættingjar lesa þetta endilega hafið samband. Er alltaf að leita að ættingjum. Eftir að foreldrar mínir dóu rofnaði allt samband. asgrh@simnet.is
Kv. Anna Sigga
p.s blogg-færslu-flokkur mætti heita gamalt og gott
0.01 gramm, vá
1.6.2007 | 20:53
Hvaða dóm skildi íslendingurinn fá sem smyglaði inn um 2 kílóum í dag ?
Eru fíkniefnadómar á Íslandi of vægir, það finnst mér.
Kv Anna Sigga
![]() |
Í 4 ára fangelsi fyrir 0,01 gramm af hassi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frí sigling með Baldri um Breiðarfjörð á Sjómannadaginn,
1.6.2007 | 10:33
Heil og sæl.
Til hamingju allir þeir sem reiklausir eru og hafa verið lengi og jafnvel alltaf. Núna er hægt að fara út að skemmta sér án þess að fötin mans verða ekki gegnsósa af tóbaksfýlu og þá meina ég naríur og brjóstarhaldari og alles, segir ein sem hætti að reykja 1.apríl vegna lungnaveikinda, ha betra seint en aldrei.
Hjúkk, fer á djammið annað kvöld. Fyrst í matarklúbbinn og svo út að dansa. Ég elska að dansa. Svo verð ég að muna að baka fyrir sjómannadaginn. Kaffisala verður um borð í Baldri kl. 15:00,
Frí sigling í boði Sæferða, Sunnudag
kl. 16:00 á eftir fyrir þá sem vilja renna vestur hingað í Stykkishólm.
Já um að gera að prufa eitthvað nýtt. Hittumst hress.
Kv.Anna Sigga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 Grænfánar í Stykkishólmi í dag.
30.5.2007 | 21:05
Heil og sæl.
Leikskólinn í Stykkishólmi og Grunnskólinn (yngri barna) fengu Grænfánann í dag.
Undirbúningurinn er búin að vera skemmtilegur. Við endurvinnum pappír, söfnum mjólkurfernum ef einhverjar eru annars notum við Belju, sem er stór 10 l. tankur. Ávextir, hýði, grænmeti fara í svanga Manga sem fer svo útí moltu-kassa. Ræktum grænmeti og kartöflur.Leikskólinn notar eingöngu umhverfisvæn hreinsiefni til þrifa. Safnast þegar saman kemur.
"Grænfáninn gerir kröfur um að stöðugt sé unnið að umbótum í rekstri skólans, jafnframt því sem unnið sé að verkefnum sem miða að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara. Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi. Vefsíða www.landvernd.is "
www.natturan.is gefur upplýsinga um umhverfisvottaðar vörur og þjónustu.
Eftir afhendinguna og þegar búið var að draga fánann á hún fengu börn og foreldrar pylsur og djús.
Höfnin í Stykkishólmi skartar Bláfánanum og hefur gert í nokkur ár.
Stykkishólmur er einnig með í Staðardagskrá 21. Green Globe
Við eigum bara eina jörð og hana verðum við að vernda
Kv. Anna Sigga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallegi bærinn minn
29.5.2007 | 23:14
Heil og sæl,
Er að dunda mér við að setja inn mynd af Stykkishólmi sem ég tók kl. eitt um nótt síðasta sumar. Sólin logandi á Breiðarfirði. Það eru margir sem hafa heillast af náttúrunni hér, þar á meðal ég. Flutti hingað desember 2000 frá Mosfellsbæ.
Hvernig finnst ykkur myndin af Stykkishólmi?
kv. Anna Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá er sprækur, vonandi verð ég.....
29.5.2007 | 11:13
![]() |
Kennari á áttræðisaldri kleif Everest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fegurðarsamkeppni, Miss Universe
29.5.2007 | 10:37
Heil og sæl.
Vaknaði kl. 01 í nótt til að horfa á keppnina með dóttur minni.
Við urðum báðar mjög hissa þegar við sáum,að svo til allar voru steyptar í sama mót. Síðhærðar með dökkt liðað hár og flestar líktust Unni Birnu, ég er ekki að grínast. Vorum hissa þegar úrslitin voru kynnt.
Svekt yfir því að auglýsingar tóku svo mikinn tíma.
kv.Anna Sigga
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)