Hvað fæst fyrir krónurnar ? Beðið eftir LAUSN
14.10.2014 | 16:10
Umræðan síðustu daga hafa verið viðmiðunarverð á mat per mann á dag.
Aðalsteinn Kjartanssson tók þennann pistil saman og eru þingmenn með niðurgreiddann mat. Sérlega réttlátt eða hitt og heldur. Kannski halda þeir að við séum á sömu kjörum og þeir.. eða almúginn.
Þingmenn sem borða í mötuneyti Alþingis eiga um 200 krónur í afgang til að kaupa sér morgunmat og kvöldmat miðað við neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi fjármálaráðuneytisins um breytingar á virðisaukaskatti. Máltíðin kostar 550 krónur til starfsmanna þingsins en samkvæmt viðmiðunum hefur hver einstaklingur í fjögurra manna fjölskyldu 750 krónur til ráðstöfunar til matarkaupa á dag.
Máltíðir í mötuneyti þingsins eru niðurgreiddar en raunverð máltíða er mjög misjafnt eftir því upp á hvað er boðið, eðli málsins samkvæmt. Ekki er hægt að fá upplýsingar um hvert raunvirði máltíða er af þeim sökum og því hversu mikið þingmennirnir spara sér á þessu fyrirkomulagi.
Gert er ráð fyrir talsvert hærri fjárhæðum séu þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn á ferðalagi. Á vefsíðu fjármálaráðuneytisins kemur fram að hluti af dagpeningagreiðslum ríkisins til starfsmanna sé 10.800 krónur fyrir fæði hvern heilan dag. Það jafngildir rúmlega þriggja daga matarkostnaði fjögurra manna fjölskyldu samkvæmt sama ráðuneyti.
Hvað er rotið,,, ef ekki þetta. skamm skamm ,
Þingmenn takið ykkur á.
Kveðja, hafradrautur og núðlur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.