Nýtt blogg frá Snæfellsnesi,

Heil og sæl lesendur góðir.

Hér í Stykkishólmi var sól og blíða í dag. Ég tók rúnt um bæinn og skoðaði Vatnasafnið hennar Roni Horn, súlur með jöklum í , mjög sérstakt, óhætt að segja að þetta er öðruvísi en allt annað.

Norska húsið var næst, á neðri hæðinni er gammeldags krambúð sem selur hitt og þetta, handverk og fullt af dóti sem ég man eftir í gamla daga.  Ég spyr, hver man ekki eftir englamyndum sem voru fyrir ofan rúmmin, engill að vakta börn sem eru að fara yfir brú og beljandi straumur undir. úúfff auðvitað keypti ég svona mynd sem ég ætla að ramma inn sjálf. 

Endastöðin var svo Bónus,  keypti grillkjöt og kartöflur fór heim en á leiðinni fór ég upp á kirkjuloftið eins og ég kalla það,  bílaplanið við kirkjuna og horfði yfir Breiðarfjörð.  Himneskt.

Kveð að sinni, Anna Sigga

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband