2 Grænfánar í Stykkishólmi í dag.

Heil og sæl.

Leikskólinn í Stykkishólmi og Grunnskólinn (yngri barna) fengu Grænfánann í dag. 

Undirbúningurinn er búin að vera skemmtilegur.  Við endurvinnum pappír, söfnum mjólkurfernum ef einhverjar eru annars notum við Belju, sem er stór 10 l. tankur. Ávextir, hýði, grænmeti fara í svanga Manga sem fer svo útí moltu-kassa. Ræktum grænmeti og kartöflur.Leikskólinn notar eingöngu umhverfisvæn hreinsiefni til þrifa.  Safnast þegar saman kemur. 

"Grænfáninn gerir kröfur um að stöðugt sé unnið að umbótum í rekstri skólans, jafnframt því sem unnið sé að verkefnum sem miða að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara. Landvernd hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi.  Vefsíða www.landvernd.is "

www.natturan.is gefur upplýsinga um umhverfisvottaðar vörur og þjónustu.

Eftir afhendinguna og þegar búið var að draga fánann á hún fengu börn og foreldrar pylsur og djús.

Höfnin í Stykkishólmi skartar Bláfánanum og hefur gert í nokkur ár.

Stykkishólmur er einnig með í Staðardagskrá 21. Green Globe

Við eigum bara eina jörð og hana verðum við að vernda

Kv. Anna Sigga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband