Sjóklæðagerðin og Hans Kristjánsson (afi) og eyrnasuð

Heil og sæl,

Vaknaði í morgun klár og hress, nei síður en svo. Ég þjáist af eyrnasuði og í morgun kl 7 var eins og sími væri að hringja inní eyranu.  Hugsaði hafa kannski geimverur grætt í mig eitthvað meðan ég svaf? nei svona er þetta nú bara, stundum er eins og dyrabjalla hringi þá rík ég fram og til dyra nei, enginn. Langvarandi suð svona hátíðnisuð eða eins og var í sjónvarpinu þegar engin útsending var. íííííiíííiíiííííííí´. Þetta fékk ég víst í arf frá foreldrum mínum. 

Talandi um foreldra og ættmenni.  Ég er alltaf mjög stolt af honum afa mínu Hans Kristjánssyni sem stofnaði Sjóklæðagerðina 66 gráður norður ásamt öðrum og byggði hús undi starfsemina að Skúlagötu 51. Þarna lék ég mér sem barn með pabba í vinnunni. 66 gráður eru vestfirðir. Afi var frá Suðureyri við Súgandafjörð og ann þeim stað. Amma mín hét María Helga Guðmundsdóttir frá Gelti.

1923 eða 4 fór hann til Noregs og lærði að sjóða saman sauma til að gera föt vatnsheld og annað. 'I dag er þetta allt annað, önnur hönnun og eigendur en nafnið lifir.( sjá grein í sjómannadagsblaðinu bls.35. mbl)

Ef einhverjir ættingjar lesa þetta endilega hafið samband.  Er alltaf að leita að ættingjum.  Eftir að foreldrar mínir dóu rofnaði allt samband.  asgrh@simnet.is

Kv. Anna SiggaW00t

p.s  blogg-færslu-flokkur mætti heita gamalt og gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband