Henda-Gefa-Geyma. Burt með draslið
4.6.2007 | 21:40
Heil og sæl.
Þá er þessi drottins dagur að kveldi komin og ég sest við tölvuna mína. Glöð að sjá eina athugasemd við bloggið mitt og það frá Danmörku. Endilega skrifið í gestabókina, verið hvetjandi.
Það að hætta að reykja 1.apríl sl. hefur gefið mér svo mikinn aukatíma að ég hef tíma til alls. Ég er á MSN annasigga_12 @hotmail.com að tala við gamla vini sem maður hefur ekki heyrt í lengi en svo þegar við tölumst við er eins og það hafið verið síðast í gær.
Góðir vinir er eins og gamalt teppi, hlýtt og notarlegt.
Fór á bókasafnið og tók bækur fyrir manninn minn sem er í seiða stússi við Miðá í Dölunum. Það þarf að vakta seiðin og fóðra þau, verjast vargi og hugsa vel um þau.
Jæja áfram með bækurnar, ég tók tvær fyrir mig.
Burt með draslið eftir Ritu Emmett. og Hjónaband og sambúð eftir Þórhall Heimisson. Leiðir til að efla ást ,vináttu og hamingju
Ég byrjaði á Burt með draslið, ég þarf að læra að henda, ég geymi allt. Eins og bókin segir þarf maður að læra að henda, gefa og geyma. Ég veit ekki hvar ég á að byrja en þarf að koma mér í gírinn til að sortera og henda. Þetta er ekki auðvelt, en bókin gefur ágætis ráð. Annaðhvort verð ég að sortera og henda eða flytja í stærra hús.
Hina bókina er ég ekki byrjuð á þannig að fjallað verður um það seinna.
Spennandi, hljómar eins og framhaldþáttur.
Lofaði sjálfri mér að dekra við sjálfa mig enda er ég grasekkja í mánuð.
Jæja popp og Pepsí-Max og góð spóla bíða eftir mér frammi í stofu
meira seinna.
kv. Anna Sigga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.