Hips um haps,
7.6.2007 | 23:46
Heil og sæl,
Alveg er ég heiladofin í kvöld, ég blogga og blogga og gleymi svo að vista , reyni að setja inn myndir og búuuums færslan horfin. Var komin með heila doktorsritgerð um matargerð og salöt. Gerði skinkusalat og ostasalat handa stelpunum í vinnunni minni. Stelpan mín er búin að finna þau í ísskáapnum og kallar" ótrúlega góð" ég æpi á móti "ekki klára þau", þetta er fyrir vinnuna .. oooohhhh alltaf eins. Þú bakar fyrir LIONS, Sjómannadaginn, Kökubasar vinnuna en hvenær fyrir okkur. já næst elskurnar.
Nú, áfram með smjörið.. karlmannsleysið( búin að vera grasekkja í viku) er farið að segja til sín, enginn sem stýkur mér um kinn, nartar í mig eða.... hlær með mér. Ég gæti aldrei verið sjómannskona, úúfff ein svona lengi, mig vantar félagsskapinn.
Bóndinn kemur heim á laugardaginn júhú. Bróðir minn vaktar seiðin á meðan. Það gengur vel með seiðin í Miðá í Dölum. Reyndar þarf hann að vera við t.d ef það rignir mikið og vöxtur færist í ánna þá getur komið rof í tjarnarbakkann. . Já þetta fílar hann í botn og er jafnvel að hugsa um að fara í fjarnám í Hóla-skóla fiskeldi og alles.
Íris Huld frænka mín er að útskrifast sem Viðskiptafræðingur núna á laugardaginn frá Akureyri. Til hamingju
Ingólfur og Auður Inga vinafólk okkar ætla að gifta sig á laugardaginn í Háteigskirkju.
Jæja, læt þetta duga að sinni.
Góða nótt og guð geymi ykkur. kv. Anna Sigga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.