Mikið er ég rík

Heil og sæl.Grin

Ég hef fundið stóran fjársjóð. Já ég segi alveg satt. Svo stór að ekki er hægt að nefna verðmæti hans.W00t  Vonandi á hann eftir að reynast mér vel.  Já ég er að tala um ættingja.

Var að dúlla mér inná bloogginu og kabúms, sá nafn þar sem ég kannaðist við Granzarar. Mamma mín talaði einhverntíman um þetta fólk en ekkert samband virtist vera á milli þeirra. Hvers vegna veit ég ekki.  Nema hvað, til að gera stutta sögu langa ,....  þá hét langamma mín ekkert annað en Anna Sigríður Guðmundsdóttir og bjó  hún á sunnanverðu Snæfellsnesi, Stóra-Kambi.  IMG_0246Eina sem ég vissi um langömmu mína var að hún var skörungskona. 

Hún eignaðist börn með 3 mönnum.

Jón Mikael Hennesson með honum átti hún Guðmund Jónsson f. 2 feb 1886. 

Með Olav Granz eignaðist hún Karl Jóhann Granz  22.júl 1887.

Hún giftist langafa mínum Samúel Guðmundssyni og eignaðist með honum 4 börn.   Axel Samúelsson 13. sept 1890.  Kristín Samúelsdóttir. dó ung.  Kristín Samúelsdótttir önnur og svo Guðný Samúelsdóttir. 

Svo gerist það að Granzarar-ættin ætlar að hald ættarmót á Snæfellsnesi til að heiðra minningu Önnu Sigríðar  Langömmu minnar.  Ég er búin að hafa samband og mér er velkomið að heimsækja þau á Lýsuhóli helgina 13 júlí n.k.  Mikið hlakka ég til. 

Ef einhver les þetta og er frændi eða frænka, endilega hafið samaband.   Það gefur mér mikla gleði í Heartað hafa fundið ættingja.

Hugheilar kveðjur.   Anna Sigga Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband