Fæst hamingja með Philips ryksugu?
12.6.2007 | 01:47
Heil og sæl.
Jæja dagur að kveldi komin og ég að skríða saman eftir allt djammið..... nei eftir að hafa slegið og rakað garðinn, hreinsað beðin fyrir framan húsið og blabla... af nógu að taka.
Brann á öxlunum í gær í góða veðrinu, það var vindurinn sem kældi mig niður þannig að ég fann ekki þegar ég var að grillast, fann bara þessa fínu grilllykt, nei grín.
Nei, helgin var skemmtileg. Upplifði að sjá fólk á fertugsaldri og eldra skemmta sér á trambolíni. Undur og stórmerki. Konur í fallegum kjólum og alles. Lét ekki plata mig í þetta enda ráðvönd kona. Nei hefði verið til í þetta ef ég hefði verið í sokkabuxum undir pilsinu.
Maðurinn minn kom heim eftir viku fjarveru og hafði með sér nýja Philips ryksugu. Hún er frábær. Hann líka. Ekki veitir af kraftmikilli sugu fyrir öll hundahárin og kattarhárin. Hin gafst upp eftir 12 ára vinnu. Já hamingjan getur birst í hinum ýmsum myndum.
Mánudag geta verið svolítið erfiðir, allir þreyttir eftir helgina, börnin á leikskólanum þreytt eftir óreglulegan svefntíma. Mið vikan er fín þá eru allir búnir að jafna sig og á föstudegi eru allir búnir að fá nóg og vilja hvíld.
Kvennahlaupið er á laugardaginn. Ég ætla að taka þátt. Hef verið með svo til frá byrjun nema ´95 þegar mamma dó 16 júní. Núna fer ég í Kvennahlaupið og hugsa til hennar á meðan.
Reyndar hugsa ég til hennar og pabba sem er líka látin ´89 svo til daglega. Sorgin minnkar með árunum en kvölin sem nýsti mig er farin. Að sjá á eftir æskuheimilinu var erfið reynsla sem situr í mér ennþá, það að eiga ekki athvarf hjá foreldrum sínum. Það er mikil gæfa fyrir mig að ég á yndislega tengdaforeldra sem taka mér sem dóttur sinni og mér finnst ég aldrei útundan hjá þeim. Þvílík blessun. Það eru ekki allir eins heppnir og ég.
Jæja ,læt þessar stefnulausu hugleiðingar duga að þessu sinni. Vil fara í draumalandið, þar líður mér vel.
Góða nótt og guð geymi ykkur
Athugasemdir
svakalega er falleg myndin í hausnum hjá þér. Er þetta Stykkishólmur?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 12:09
Heil og sæl Hrönn og takk fyrir þetta. Já Stykkishólmur er mjög fallegur bær og kvöldsólin er einstök. Þessi mynd er tekin um 01:00 leytið í fyrrasumar.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.