Fíflar í túninu heima, túnið eins og þúsund holu gólfvöllur
13.6.2007 | 01:17
Heil og sæl.
Jæja þessi dagur að kveldi komin. Þegar ég kom heim úr vinnunni var ég sólbrennd og sveið í andlitið. Bar á mig krem og fór út að slá grasið fyrir framan húsið. Rótaði í beðunum.
Um hálf átta fór ég inn og eldaði fyrir dóttir mína. Kjötfarsbollur og kartöflur. Hún er ekkert sérlega hrifin að svona kjötvörum.
Stundum er ekkert annað til í Bónus Stykkishólmi. Þó ég sé himinlifandi að hafa Bónus hér er ekki þar með sagt að ég vilji hafa C búð eins og sumir kalla hana. Stundum er ekkert til. Ef ég spyr um eitthvað er svarið nei það er ekki inni í valinu... Búðin getur ekki pantað hvað sem er. Já skrýtið. Versla það sem ég þarf annað í Bónus í Borgarnesi eða Reykjavík.
Stundum er ekkert nema grillkjöt í hillunum, hangikjöt og Hamborgahryggur. Hver borðar það hversdags?
Í kvöld fór ég á lokafund vetrarins hjá L listanum. Listi félagshyggjufólks í Stykkishólmi. Var í framboði við sveitastjórnakosningar. Okkur vantaði 33 atkvæði til að fella meirihluta Sjálfstæðismanna, en bara næst.
Við fórum yfir kosningarloforð , framkvæmdir , fjármál og ýmislegt annað. Fjármálin góð, erum í plús. Erum vakandi yfir öllu.
Kom heim um 23 og fór þá að taka saman í garðinum slátturvélina og hrífurnar. Stóð á tröppunum og leit yfir dagsverkið. OOOO svo fínt. Ég er mikið fyrir línur og lögun. Vil hafa skörp skil milli grass og beða. Allt í röð og reglu. Maðurinn minn er svolítið á skjön við mig vill hafa villtan garð með fíflum og sóleyum túnin þakin af.... ojoj
Nú er hann ekki heima svo ég nota tækifærið til að gera eins og ég vil. Ég held hann verði glaður þegar hann kemur heim á föstudaginn því þá þarf hann ekki að gera neitt.
Pretty Woman er í tækinu, fer að halla mér bráðum
Megið þið eiga góða nótt. Anna Sigga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.