Ánægð ruslatunna....
15.6.2007 | 01:29
Heil og sæl.
Mikið er ég glöð að sjá að það eru fleiri en ég sem er vakandi núna . klukkar er að verða eitt um nótt.
Var úti í garði að hreinsa beðin og fylla með mold. Í garðinum mínum er álfasteinn eða heil blokk. Þurfti að snyrta garðinn hjá álfunum.
Ruglatun var tæmd í dag og ég sá að hún var drulluskítug, eitthvað hafði lekið.
Smúlaði tunnuna með garðslöngunni og spreyjaði Ajaxi. Góð lykt og skínandi tunna er ánægð tunna.
Fyrst ég var komin út með slönguna með heitu vatni smúlaði ég garðhúsgögnin. Hlutirnir eru að taka á sig rétta mynd.
Bóndinn er enn í Dölunum og seiðunum líður vel, spræk. Hann kemur heim á morgun og verður yfir helgina.
Hann ætlar að mála útidyrahurðina hvíta, setja upp þakrennu og ýmislegt. Vonandi verður ekki brjálað veður. Við ætlum að grilla og dúlla okkur.
Jæja er orðin stirð eftir alla setuna , ætla til kojs. Á morgun er sumarhátíð í leikskólanum, gaman saman.
kv.
Athugasemdir
Hæ systa , þá er komin helgi og kallin þinn væntanlegur hafðu bara góða helgi með sól í hjarta, kv stórasystir .
María Helga (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:14
heyja my darling :) tunnurnar mínar væru alveg til í ajax og smúl, ertu ekki til í að skella þér bara á Flateyrina og taka smá skurk á tunnurnar?
ég skal útvega ajaxið og slönguna ef þú sérð um rest muhahhahahh.
hafðu það nú GOTT með kallinum ;)
Linda
sú gamla á Ránargötunni (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.