Strekki dúka í sama síma.

Heil og sæl,

Mikið er þessi dagur búin að vera fallegur.  Sól og blíða þegar ég labbaði í vinnuna kl. átta í morgun.  Sól og blíða á leikvellinum og börnin léttklædd, sól þegar ég labbaði heim  og núna er sól á miðnætti.  Kraftarverk Guðs.

Það er svo gott að hugsa á göngu.   Hugleiðing dagsins var hvort ég ætti að skella mér í nám tengt ferðamálum. 

Vann á Upplýsingamiðstöðinni hér í Hólminum 2002 og sá um tjaldstæðin líka.  Hitti svo mikið af fólki ,lærði svo mikið nýtt , ég lifi á þessu ennþá.

Eða skella sér í þetta dulræna. Já, hef verið að spá í spil og bolla.Grin

Man allt í einu eftir spákonu sem auglýsti í blaði,  

Spái í spil og bolla og strekki dúka í sama síma "   snilld, sá hana í anda að strekka dúka í gegnum síma.images sími  

Já síminn er þarfaþing.  Gæti ekki verið án hans en gemsann get ég geymt,  nota hann ef ég fer suður eða í ferðalag.  Skil ekki fólk sem talar endalaust í gemsann.  Hef séð fólk út í búð í síma""" hvað á ég að kaupa elskan,,,já  og.  Aftur í símann kjúllinn var ekki til , sími .,, ok jaá grillkjöt.  ok. bless.  Við kassann hringir,  sms frá frúnni , já kaupa kippu ok.  blalalablalalal. Hvað með sjálfstæðar hugsanir??   

Sumir geta ekki verið án hans, vinnulega séð skil það, svo eru bara sumir starfsmenn með síma og sinna ekki vinnu sinni vegna truflana af gemsanum og aðrir verða að sjá um þeirra vinnu , óréttlátt.      

Áfram með símann,   ég kynntist manninum mínum í gegnum símaat fyrir 2o árum, já svona er ástin. Jæja síminn hringir, minns að bjóða góða nótt ú Dölunum.  Joyful

Góða nótt elskurnar mína og sofið rótt.  Tæmið hugann og farið sátt að sofa.Sleeping

kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ú la la í gegnum símaat..... þú verður að segja meira frá þessu....

Annars man ég líka eftir þessari auglýsingu eða einhverri svipaðri, hún hefur líklega verið birt þegar ég var í mínum spakmannsspjörum.....

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Agný

Tæknin lætur ekki að sér hæða  ..en fólk kynnist í gegnum hin og þessi samskiftatæki/tól..allt eftir því hvað er til hverju sinni.. Núna er fólk að kynnast í gegnum netið heilu heimsálfanna á milli..

Þannig AMOR  lætur ekki að sér hæða..hann virkjar bara tæknina hverju sinni ef að hann er ekki nógu flinkur með bogann og örvarnar

En með  "gemsann" þá er eins og hann sé hreinlega  framlenging á handlegg á sumum.. En því miður grillar hann á manni heilasellurnar....miðað við að það sé hægt að sjóða egg með honum.....

ÞARFTU AÐ SJÓÐA EGG?  NOTAÐU ÞÁ FARSÍMANN ÞINN...

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/96654

Agný, 19.6.2007 kl. 10:09

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Nám er alltaf þroskandi sama hvað það er. Ekki nokkur spurning skella sér í nám ef kostur er

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 19.6.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Er í bréfaskóla að læra að lesa Tarrot!  Á bara svo erfitt með að "tengjast" spilunum.  Einnig er ég of löt við heimanámið.  Ætla þó að taka námsefnið og spilin með í sumarfríið! 

Vilborg Traustadóttir, 19.6.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Spái bara í kallinn minn Erum búin að vera saman í 14 ár núna og þetta bara batnar,

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband