Ertu A eða B manneskja eða jafnvel C og D????
20.6.2007 | 01:35
Heil og sæl.
Konur til hamingju með daginn. Fór í fallega bleika bolinn minn og bleiku sokkana og labbaði alsæl í vinnuna hugsandi um réttindi kvenna og hvað hefur áunnist, eða er allt að síga aftur á bak?
Þá er þessi dagur að kveldi kominn og ég sit eldrauð í framan við tölvuna. Var úti svo til í allan dag með krökkunum á leikskólanum og við drukkum úti líka, mjólk og kex með osti. Yngsta deildin er yndisleg, þau bralla svo margt. Þetta heldur mér unglegri, hvað er skemmtilegra en að róla sér og syngja fullum hálsi????? Moka og gera kökur með blómaskreytingum eða bara hvað sem er .
Eftir kvöldmat sem var brauðsneið með túnfisksalati, bakaði ég eplakökur 2 fyrir basarinn á morgun í leikskólanum. Við erum að safna fyrir námsferð til Svíþjóðar á næsta ári. Spennandi...... Horfði á sjónvarpið meðan þær voru að bakast. Ryksugaði og fór svo út að ...nei ég er ekki ofvirk, horfði bara á
" How clean is your house" og þá varð mér nóg boðið. Óska mér þess að eiga galdraprik sem ég get sveiflað og látið óskir mína rætast eins og Jeanny gerði sem var í flöskunni. (gamall sjónvarpsþáttur )
Um miðnætti fór ég út að vökva trén, það er svo róandi, sprauta köldu vatni, heyra hvissið í trjánum, horfa á dropana detta niður í dökkbrúna fallegu moldina. Síminn hringir og ég stend úti um miðnætti að vökva og tala í síma. Bróðir minn að bjóða góða nótt og segja mér frá nýja bílnum sínum.
Heyrðuð þið talað um A og B og jafnvel C manneskjur?. Ég er BC kona, vil sofa lengi á morgnana og er að lengi fram á nótt. Næturkerling. Maðurinn minn er +A maður vaknar kl. 7:00 þótt hann þurfi ekkert að gera. Hitti eina sem sagðist vera E kona, váááá vaknar 16:00 og fer að sofa um 04:00 nei, smá grín.
Jæja, merkilegra verður það ekki í dag, hafið það sem allra best og látið fallegar hugsanir fylgja ykkur inní draumaland.
Kveðja,
Athugasemdir
Ég er svona B/C elska íslensku sumarnóttina.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.