Talsamband við umheiminn ...halló gemsinn bilaður!!!

Heil og sæl,

Mikið er ég glöð Grin að vera komin aftur í ómenninguna, samt ekki....

Í Dölunum þar sem ég var var ekkert GSM samband, í sjálfur sér í lagi því gemsinn minn er án rafmagns.  Þarf að kaupa nýtt batterí eða kaupa nýjan.  Með hverju mælið þið????  

Ekkert sjónvarp, lá bara í pottinum og starði á hrossin í haganum og tvö sæt folöld.  Fuglalífið var einstakt, rjúpa, jaðrakan og ungar út um allt. Tókum einn hrossagauksunga í hendina og hann skeit af hræðslu, en krútt var hann samt.

Nú á laugardagskvöldi svona um hálf tíu segir dóttir mín" förum í bíltúr og kaupum okkur nammi".  Já ekkert mál.  Við keyrðum í Búðardal og náðum fyrir lokun vonandi, nei allt lokað kl.20:00 Ég mundi eftir annari sjoppu en nei hún var hætt.  Hitti mann á traktor og hann sagði að eitthvað gæti ég fengið á Bjargi, sem er gisti og veitingarhús.  Þar á móti okkur tók hann Villi sem vann áður í Laugarásbíói, Holly ,Klúbbnum og Brodway sem dj.  Cool  Já hann átti Prins póló sem reddaði okkur fram á næsta dag.  Frábær þjónusta.

Daginn eftir fórum við aftur en þá á Bensó og þar fengum við heimsins besta borgaraW00t, geggjaðar frönskur og alles.  Mjög gott og voru þau ekki lengi að afgreiða fulla sjoppu af fólki, hestamenn og fólk með skuldahalana á eftir sér.  Á leiðinni inn í Hólm sáum við marga bíla með drasl á efti sér.  Flestir voru tillitssamin og véku út í kannt en sumir tóku ekki eftir að við vorum fyrir aftan þá.  Það vantar stærri spegla.  Á sumum hjólhýsum var ekki skoðunarmiði.  Hvernig eru þessar reglur????

Bóndinn er kominn heim, húúúúrrra en bara til að fara  í veiðferð á Arnarvatnsheiði á miðvikudag verður í nokkra daga kemur svo með frystigám með aflanum heim á Sunnudag.  nei grín  .

Læt þetta duga að sinni. Lesumst hress.  ekkert stress og bless.....

Kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær helgi! Gott að vera talsambandslaus og þurfa að horfa á fugla og hross öðru hvoru....

Mæli með nýjum gemsa fremur en batterýskaupum.....

Hafðu það gott

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hlakka til að fara í talsambandsleysið á Ströndunum.  Það líður að því .

Vilborg Traustadóttir, 26.6.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eg var alveg búin að gleyma Villa.   það er frábært að vera svona "týndur" eins og þú varst.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 22:05

4 identicon

Já, og hvernig væri að gera eins og sumir stressaðír og þreyttir Evrópubúar sem heimsækja okkur og skilja bara klukkuna og símann eftir heima. Eiga reyndar svoldið erfitt þegar sólin er svona allan sólarhringinn, en finnst samt æði.

Sigríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband