Megi gæfan þig geyma,--- ég er svo meir núna....
28.6.2007 | 01:43
Heil og sæl.
Jæja þá er bóndinn farinn aftur, en núna að veiða á Arnarvatnsheiði en þangað fer hann á sama tíma árlega. Honum er nokk sama hvort hann veiðir eða ekki, heldur er það félagsskapurinn sem hann er að sækjast í. Góðir veiðifélagar er gulls ígildi. Eller hur?
Veðrið er búið að vera frekar haustlegt. Norðangarri en samt sól. Andlitið er eins og indíánatjald strekkt á grind, já ég segi það satt verð að bera oft á mig krem annars þorna ég, við að leika mér í sandkassanum og baka sandkökur og aðrar girnilegar kökur. Tel það forréttindi að leika mér með börnum og fá að varðveita barnið í sjálfri mér, þótt launin sééééu lááááágggggg.
Það styttist í sumarfríið. Tvær vikur og tveir dagar. Ég var að telja og sá þá að 13. júlí er á föstudegi, úff ekki líst mér á það en sumir segja að 13 sé líka lukkutala. Er að skipuleggja fríið, verð ein í þessu því bóndinn er búinn með sitt og dóttirin að vinna.
Lilja vinkona mín býr á Akureyri, er fædd þar og uppalin en ég kynnist henni í Rvk þar sem við unnum saman í kringum 1990. Hún er tilbúin að taka á móti mér og ég má vera eins lengi og ég vil. Gott það, en ekki viss um að hún haldi það út því við hlæjum svo mikið að það hálfa væri nóg. Alltaf stutt í fíflaskapinn hjá okkur. Svo á hún svo skemmtilegar frænkur, 4 systur say no more,,,,,,
Jæja, sólin sest og kominn tími til að kasta sér til kojs....
Til umhugsunar;;
Megirðu varðveita hlýtt hjartað- en skarpa dómgreindina líka.
kveðja,
Athugasemdir
Takk fyrir kvittið hjá mér í gestabókina. Ég er búin að fatta að ég er dugleg að kíkja á bloggsíður bloggvinanna þegar þeir kvitta hjá mér, skamm Gurrí! Stykkishólmur er æðislegur, æðislegur bær. Ég bjó þar þegar ég var pínulítil í Möllershúsinu og gerði mömmu hálfklikkaða úr hræðslu þegar ég sá draug og grét einhver ósköp, segir hún. Húsið var flutt eitthvað í burtu. Pabbi var þá fulltrúi sýslumannsins á staðnum, Hinriks, og meira að segja bíóstjóri um tíma (og ég bara eins árs eða tveggja ára, spæling). Seinna var ég í c.a. mánuð í fóstri hjá Hinrik og Unni sýslumannshjónum (mamma var á spítala) í RISASTÓRU húsi sem þau bjuggu í ... sem var svo ekkert rosalega stórt þegar ég sá það í hittiðfyrra en þar eru sýsluskrifstofan núna.
Kær kveðja í Hólminn frá Skaganum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2007 kl. 16:46
Dýrmætt að varðveita barnið í brjósti sínu og góð speki að varðveita hlýtt hjarta. Mun reyna að fara eftir því.
Vona að dagurinn hafi verið þér góður og megi afgangurinn af honum verða þér hlýr
Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 22:20
Hafðu það gott í sumarfríinu þínu!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.6.2007 kl. 23:01
Ég hef hlýtt hjarta, en þá daga sem kular smá, þá hita ég hitapokann og kemst í gegnum daginn,
Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 01:35
Hafðu það gott í fríinu er sömuleiðis á leið í frekar langt frí og þar með verður algjör pása á minni stuttu bloggævi
Kv. Anna G.
Anna, 2.7.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.