Fleiri en einn sem stíga fast á bensíngjöfina
6.7.2007 | 22:49
Heil og sæl,
Já mikið hóstakast er ekkert grín, eins gott að enginn varð fyrir bílnum nema veggurinn og húsið.
Lögreglan dugleg að stoppa aðila sem eru með fæturnar fastar á bensínpedalanum. Kannski er fólk í of stórum og þykkbotna skóm að þeir finni ekki fyrir pedulunum, ha eða .... eða hvað . það er ekkert sem skýrir svona aksturslag nema heimska.
Kveðja
Ók á hús nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta var eldri kona sem lenti í þessu og hún var með bílinn í drive s.s var á sjálfskiptum bíl, við hóstakastið stígur hún óvart á bensingjöfina í stað bremsunnar með þessum afleiðingum. Sem betur fer var sá eini sem var heima á þessum tíma ekki inní garðskálanum heldur var hann í svefnherberginu sínu og það kom ekkert fyrir hann sem betur fer nema nátturulega sjokkið við að sjá bíl inní húsinu.
Ástæðan fyrir því að ég veit þetta er sú að systir mín á þetta hús... skemmdirnar eru uppá c.a 2,5 milljónir og þarf að rífa allan garðskálann niður og byggja upp á nýtt.
En ég get þó sagt það að miðað við allar þessar skemmdir þá er það eina sem sést á bílnum eru nokkrar djúpar rispur, hann er varla beyglaður. Ég get alveg sagt það að subaru forester eru greinilega nokkuð sterkir bílar.
Erna (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 00:37
Heil og sæl,
Seinni hluti greinarinnar á ekkert skilt við ófarir ökumannsins sem fékk hóstakastið. Þetta er skelfileg reynsla og guðs mildi að ekki fór verr. Elska Subaru Forester. kveðja
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.