Klukk eða er ég klikk?
14.7.2007 | 08:45
Heil og sæl.
það að verða klukkuð minnir mig á gamla daga, klukk og svo var hlaupið hratt í burtu. Núna er klukk að nefna 8 hluti um mig sjálfa, já hvað gæti það verið;
1. Ég er sporðdreki, hrifin að dulrænu og draumum
2. Ég elska Pepsí Max, ískalt og svalandi með röri, ( svo ég fái ekki tannkul)
3. Ég er menntuð sem tannsmiður en vinn á leikskóla.
4. Við erum fjögur systkynin. Tvær systur og 2 bræður.
5. Foreldrar mínir eru látin. Sakna þess að eiga ekkert æskuheimili.
6. Elska væmnar ástarmyndir.
7. Er farin að grána í vöngum.
8. Nenni ekki að klukka neinn því ég er komin í sumarfrí og er að fara norður á Akureyri til Lilju vinkonu. Bóndinn verður eftir heima að vinna. Hann er búinn með sitt frí. Þannig að nó blogg for a week.
Sumarfrís-kveðja,
Athugasemdir
Hafðu það gott í fríinu ljúfa mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2007 kl. 13:55
Takk fyrir að deila þessu með okkur og hafðu það gott
Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.