Miskunnsami Samverjinn
12.7.2007 | 19:38
Frábært framtak hjá þessum íslenska lækni í Svíþjóð. Það er fullt af fólki sem hefur ekki efni á að leysa út lyfin sín.
Var að leysa mín út. 8.500 kr. og samt fékk ég afslátt, ég biði ekki í það að þurfa að borga fullt. Í apríl leysti ég lyf út fyrir ca. 12,400 og þá með verkjatöflum og spritti til að sótthreinsa. Fékk lyf við lungnabólgu eða einhverskonar þembu,asmalyf, háum blóðþrýsting, stera og pensilín.
Yfir þessu er hægt að fjasa. Lyfsalar vilja ekki missa kökuna sína.
Áfram með póstverslunina, ég meina af hverju ekki ?, svo framalega að lyfin séu rétt afgreidd. Getur þetta ekki sparað ísl.ríkinu?
Kveðja,
Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi stofnun hefur ekkert með það að gera að gefa út lögfræðiálit. Hún hefur verið dæmd bæði af dómsstólum fyrir að fara offorsi og af umboðsmanni Alþingis fyrir að misskilja hlutverk sitt.
Burtu með þessa stofnun!
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.