Stúlkan á svarta hjólinu.......
27.7.2007 | 21:55
Heil og sæl.
Jæja mikið er gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru skó-sjúkar. Þessir rauðu eru no 42 og gullsandalarnir líka. Þeir eru rúmir en ég vildi þá samt.
Maja systir er skó-frík. léttgeggjuð eins og ég.
Jæja að allt öðru. Nú datt ég í nýja dellu. Ljósmyndakeppni mbl.is og Hans Petersen. Búin að hlaupa um eyjar og nærsveitir til að taka myndir og bara nokkuð gott hjá mér. Það er annaðhvort að vera með eða ekki. Ein mynd er ekki nóg eða er það.?
Mikið er sumarfríið mitt búið að vera dásamlegt. Yndislegt veður og ég er búin að eignast nýtt hjól. Bóndinn gaf spússu sinni 28" Lady hjól, svar með 3 gírum, fótbremsu og körfu. Yndislegt.
Var á tilboði í Hagkaup ca 19.990 ekta fyrir þroskaðar konur eins og bloggvinkonur mínar.
Mér líður eins og stúlkunni á bláa hjólinu. Saga sem gerist í seinni heimstyrjöld, nema hvað ég hjóla bara um Stykkishólmi.
Keypti fallegan rauðan hjálm á Akureyri. Nú svo sá ég neon vesti á 400 krónur og þannig verð ég í umferðinni hér. Börn og fullorðnir mega skammast sín að nota ekki hjálma. Nauðsyn no 1.
Jæja svo í dag fór ég á Grundarfjarðardaga og tók myndir að sjálfsögðu sem eru komnar inn í keppnina, aaahh. Sól og blíða um miðjan dag.
Til að gera eitthvað í frínu tók ég líka þátt í Veðurleik með Sigga storm. Maður skráir hita og sól og vind og alles. Já ég held ég sé að tapa mér. Ég sem er svo heppin í ástum vinn aldrei neitt. Kannski......
Jæja læt þessa vitleisisbunu duga. kannski er ég með sólsting eða að mig vanti vökvun eins og hin blómin? hummm.
Fer á eftir á Fimm fiska og fæ mér einn ööööllllllaaaaarrrraa
Kveðja,
Athugasemdir
Hæ hæ , það er aldeilis að þú tekur þig vel út á hjólinu :-) til hamingju .
kv stórasystiríreykjavíkinniborgóttans ;-)
e.s. gangi þér vel með alla sumarleikina .
María Helga Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 09:22
Frábært hjól! Frábær eiginmaður!!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.