Formaður á harða spani Söngleikurinn Oliver, leikskrá........
31.10.2007 | 19:40
Heil og sæl.
Mikið er ég glöð að eiga smá blog tíma fyrir aðdáendur leiklistar. Undirbúningur er á lokastigi enda frumsýning á föstudagskvöld. Flosi Ólafson sem er þýðandi verksins sá sér ekki fært að koma með Lilju sína á frumsýningu, var búin að ráðstafa sér annað enda vinsæll maður pantaður með mörgum vikum fyrirfram.
Sendi öllum þeim sem hafa átt í netsambandi við mig út af auglýsingum vegna Olivers, Stykkishólmspósturinn/Anok Skessuhorn, Prentmet, Steinprent, Jóhannes, Ólafur, Davíð , og svo að lokum Anna , Hafdís og Hrafnhildur já og Þorgrímur fyrrverandi formaður fyrir austan.innilegar kveðjur með þökk fyrir ómetanlegan stuðning og aðstoð, gaman að kynnast nýju fólki sem maður veit ekki hvernig lítur út. Samt finnst mér best að tala í síma en þannig kynntist ég manninum mínum en það er önnur saga.
Er að fara hitta ljósmyndara Skessuhornsins.....
Bið ykkur vel að lifa, http://stykk.is/grimnir
formaðurinn,
Athugasemdir
Ég bíð spennt eftir þeirri sögu....................
Hræki þrisvar í áttina að Stykkishólmi í kvöld
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 10:11
Tu tu gekk ekki vel.
Vonandi hafiði ekki gengið alveg frá Guðjóni !!!
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:33
Vona að allt gangi vel með leikritið Oliver.
Vilborg Traustadóttir, 9.11.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.