Söngleikurinn Oliver aðsóknarmet í Stykkishólmi og ég afmælisbarn

Heil og sæl.

Af mér er allt gott að frétta.  Ég á afmæli í dag 12.nóv,  48 ára , en hvað er það svo sem ?.  Ég er svo ung í anda að það hálfa væri nóg, alltaf, hálfgert trippi, skotta já eða dúlla.  Afmæliskveðjur vel þegnar, enda er ég mikið fyrirsvoleiðis, já og pakka fyrir þá sem það vilja...........Fékk einn frá Gunna  bróður, Gunni ég gat ekki beðið til morguns með að opna hann,  takk frábær gjöf.

 

 

Leiksýningar ganga bara vel, og hefur aðsókn verið meiri  en á fyrri sýningu félagsins.  Um 400 manns hafa séð Oliver og má búast við öðru eins ef ekki meti, kannski 1000 manns, það væri snilld.  Okkur langar að fara með  leikritið til Reykjavíkur til að leyfa öllum aðstandendum  sem ekki komast vestur að sjá og einnig hinum sem vilja endilega koma og sjá öfluga söngleikjasýningu.

Ég ætla að setja nýjar myndir í leikhús-albúmið

Jæja, kominn háttatími.  Guð geymi ykkur

kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn  Alltaf svo gaman að eiga afmæli, tala nú ekki um ef pakkar fylgja

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 07:25

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmælið. Vonandi lifa rósirnar enn. Og mundu, þú ert bara 24 ára .

Sigga Gísla (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:38

3 identicon

Hæ, hæ elsku frænka;=)

 Innilega til hamingju með daginn, vona að þú njótir hans vel.

 Hlakka til að koma og sjá leikritið hjá ykkur.

 Kveðja,

Íris Huld & co.

Íris (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:39

4 identicon

Elsku littla systir , til hamingju með afmælið , 48 ára jibbí , og auðvitað 8 ára brúðkaupsafmælið líka :-) kv stórasystiríborgóttans ..

( skrifa auðvitað kveðju af því að þú ert svo kveðjuglöð kona ) blikk blikk ..........

María Helga (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:27

5 identicon

Hæ hæ frænka,

Innilegar hamingjuóskir með daginn.

Kossar og knús á línuna frá okkur í Mávahlíðinni

Tinna, Jónatan og synir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Til hamingju með daginn.

Panta miða hér með ef þið komið suður.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.11.2007 kl. 23:55

7 identicon

til hamingju með það...

Óli Ingi (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heil og sæl og takk fyrir mig.  kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.11.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband