Gleðilegt nýtt ár Átaksvinir nær og fjær
12.1.2008 | 01:35
Heil og sæl og hugheilar nýárskveðjur.
Já auðvitað gerði ég áramótaheit. Reyna eftir bestu getu að vera skemmtilegri persóna, vera jákvæðari og reyna að dreyfa gleði í kringum mig.
Já og auðvita tekst þetta því þetta er auðvelt að uppfylla en að missa nokkur kíló fuss og svei.
Ég hætti að reykja 1.apríl 2007 (og það var ekki apríl gabb )og hef staðið mig eins og hetja. Ekki einu sinni langað í smók. Nema hvað, til að byrja með fitnaði ég ekki en núna blæs ég út og má bara ekki við því frekar en hvað annað.
Sem sagt ég ætla að fara í átak eins og þorri þjóðarinnar.
Hana, nú er það opinbert. Nú verður ekki aftur snúið. Hjúkk. en hvenær ég byrja veit ég ekki hahaaha auðvitað eins og sá lati er ég algjör fíkill og mjög vond við sjálfa mig og neyti óhollustu eins og mér væri borgað fyrir það, en það er nú ekki. Svo tímir maður ekki að borga öðrum fyrir að láta mann djöflast eins og hálfvita á hlaupabretti og stigvélum ooooo þetta er ferlegt..
Jæja verð hálf þunglynd af þessari hugsun og ætla að skipta um gír og tala um allt annað.
Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi stefnir á suðurferð 18,19 og 20 janúar og sýna söngleikinn Oliver í leikhúsi Mosfellsbæjar. Um 60 manns fara suður og þetta er ekkert smá uppátæki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í nóvember sl. Skipulag og aftur skipulag. Leikæfing verður á morgun kl 14:00. http://stykk.is/grimnir
Læt þetta duga að sinni, hvet fólk til að hvitta í gestabókina mína.
Góða nótt,
Athugasemdir
Dugleg ertu! Ég hætti að reykja i ágúst 1997! Sé ekki eftir því. Hljóp svo 10 km. í Reykjavíkurmaraþoni sl. sumar í tilefni af 10 ára reykbindindi.
Sé fram á að þurfa að hlaupa 21 km. eftir ellefu ár, þá verð ég.......56 ára.....
ójá læfisgúd
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 21:40
Sæl og gleðilegt ár. Ég er í mætingarátaki í líkamsræktarstöðinni hér sem þýðir 5 dagar í viku. Ákvað að fara ekki í spes kílóamissisátak sem boðið er uppá samliða - en sama hvaða nafni þetta nefnist þá er það aukin hreyfing sem ég sækist eftir og það hlýtur að skila sér fyrr en seinna. Gangi þér vel Kveðja Anna
Anna Guðm (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.