Vetramyndir og sorpflokkun
30.1.2008 | 20:03
Heil og sæl.
Mikið er ég nú glöð með þetta fallega veður, þó smá vindur blási um er mér nokk sama. Fór smá bíltúr og tók myndir af bænum mínum.
Já, mínum þar sem bæjarbúar eru fyrst til að flokka rusl. Græn tunna, brún tunna og svo sú gamla. aðalumræða á öllum vinnustöðum er Í hvaða tunnu setur þú.....????, grænu? ha brúnu ? já einmitt og muna að þvo allt. Græn=pappír, brún =lífrænt, og svört almennt sorp
Bæjarbúar eru hvattir áfram af ötulum hóp fólks sem er annt um bæinn okkar og reynir að vekja fólk til umhugsunar. Stefnan er að minnka urðun og að endurvinnsla pappírs, plasts og matarúrgangs til moltugerðar. Vakning, vakning
Þar síðustu helgi var tunnunum dreift í bæjarfélaginu og svo kom rok og ennþá meira rok og mátti sjá fólk hlaupa á eftir tunnunum sínum.
Já enn og aftur komumst við á kortið, við eigum bláfána fyrir höfnina, grænfána í leik og grunnskóla.
Þetta þarf ekki að vera erfitt, byrja bara smátt.
Margir safna alltaf blöðum er það ekki??? Skipulag...........
Mjólkurfernur, þvegnar og þurkaðar. Spara rafmagn og minnka vatnseyðslu. Ekki láta vatnið renna að óþörfu.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Jæja, nóg um það,
Kveð að sinni er að fara flokka drasl.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.