Noteleg stund heima frekar en í snjóskafli.
30.1.2008 | 20:31
Heil og sæl,
Hellisheiði lokuð um helgina en samt fóru ca. 25 bílar yfir. Bílar lentu útaf og hindra umferð. Hvað er fólk að hugsa..? Ekkert. Talandi um að verða að komast, hvað getur verið svo mikilvægt ja nema sjúkrabíll, að ekki megi kúra sig heima, hringja og segja ég kem ekki veðrið er svo vont.Hvað þýðir tæpast ferðaveður?????????
Fólk sem ég þekki varð að fara í jarðarför. Þau voru um 4 tíma á leiðinni í skafrenningi, leið sem tekur um klukkutíma og 45 mín að fara án stopps.
Ok það lagði þetta á sig, en fólk þarf að hugsa hvað er nauðsyn.?
Ökum varlega, það er vetur og febrúar að byrja, teflum ekki í tvísýnu.
Takk, þorrakveðjur
Hálka á Hellisheiði og í Þrengslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.