Undibúningur fyrir næstu viku.
31.1.2008 | 20:24
Heil og sæl,
Dagurinn í dag fór í að búa til öskupoka, já öskupoka.Einfalt fyrir yngstu börnin. Filt taubútar límdir á og síðan einfalt, band hnýtt og vollla, tilbúið. Í vikunni bjuggum við til bolluvönd, ekki alveg með gamla laginu nei með pappadiskum og skrauti. Börnin máluðu diskana, klipptu litríkan pappír og límdu á og síðan var krep-pappír límdur í lengjum og diskarnir heftaðir saman. Mjög skemmtileg. Ég fíla það í tætlur að vinna með börnunum.
Einu sinni í gamla daga var ég að labba laugaveginn og var stungin í bakið með prjón og fékk risastórum öskupoka. Annað skiptið nældi einhver miða aftan á mig sem á stóð klappaðu mér. Allir voru svo vingjarnlegir og heilsuðu mér og klöppuðu mér á öxlina.
Jæja svo er eftir að finna hvað ég verð á miðvikudag, já auðvitað það sama og í fyrra. Karíus.
Athugasemdir
Gleðilegan öskudag
Björg K. Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.