Anda inn og halda.......... anda út

Heil og sæl.

Já eins og venjulega er ég búin að vera lasin heima í ja, allt of lengi.  Asmi og lungun eru að stríða mér.  Er búin að fá tíma hjá sérfræðingi á Akranesi.  Þarf líka að láta athuga hvort ég hafi ofnæmi fyrir hundum, köttum, rækjum og ryki til að byrja með. 

Fór í lungnamyndatöku hjá nunnunum.lungu  já læknirinn er ekki viss af hverju þessi þreyta stafar.  Púst sem ég á virðist hjálpa til en kannski eru það ekki rétt púst.  nema vað látum kyrrt liggja þar til sérfræðingurinn hefur talað. 

Einkadóttir okkar hjóna er á lúðrasveitamóti yfir helgina í Keflavík, já hef og mun alltaf kalla bæinn Keflavík.  Hún hringir heim og uppfærir okkur hjónin um hvað er í matinn.

Hún er sérlega ánægð með aðstöðuna og maturinn er sérstaklega góður og allt bara æðislegt, já og vinkonur úr Mosó með í sama hóp.

Hún spilar á klarinett í rauðum hóp. Almenningi er boðið á sunnudag um 12:30 að mig minnir til að hlusta á afrakstur helgarinnar.  Frábært en verst að ég kemst ekki, það er að ég held fyrsta skipti sem það gerist.

Jæja, ætla að druslast út í búð og kaupa eitthvað fyrir kvöldið, þar sem við hjónin erum ein heima   úúú´´uuú´. Spennandi.

kveðja, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Innlistskvitt

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.2.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Farðu vel með þig!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef verið að ergja mig á bronkítis undanfarið, fékk tvenns konar púst með smá millibili og það seinna virkaði rosaflott, það er með sterum. Vona að þú lagist fljótt, sért jafnvel orðin alheil.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Anna

Sæl - leitt að heyra með veikindin.  Vona að þú fáir bót meina þinna.

Anna, 25.2.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband