Kindabrandari
27.2.2008 | 17:34
Heil og sæl.
Bóndi einn átti átta kindur. Eitthvað gekk honum ílla að fá þær tvílemdar.
Stórbóndi á næsta bæ átti afbragðs hrút, gullfallegan og marglitann. Sá hinn sami bauð bónda að koma með kindurnar og var hann viss að hrúturinn hans stæði fyrir sínu.
Bóndi fer næsta dag með kindurnar í Land Rovernum sínum og þeim sleppt í girðingu með hrútnum. Gekk allt vel, og þegar bóndinn er búin að setja kindurna inn í Land Roverinn. segir stóbóndinn, ef þetta hefur tekist liggja þær allar á bakinu í fyrramálið!!!!!
Snemma næsta dag ríkur bóndi út í hlöðu og þar standa þær og borða tugguna sína.
Aftur setur bóndi þær i Land Roverinn og keyrir til stórbóndans, hrúturinn vinnur sitt verk og aftur er keyrt heim.
Árla næsta dags, kemur húsfreyja bóndans inn og segir rollurna, rollurnar,
Hvað eru Þær allar liggjandi á bakinu??
Nei, þær eru komnar uppí Land Roverinn og liggja á flautunni.
Kveðja,
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.