Hvar er húmorinn? og fermingar-undirbúningur
11.3.2008 | 18:51
Heil og sæl,
Já alveg er ég stútfull af hissi að enginn skyldi kommentera brandarann minn um kindurnar á Land Rovernum eða var hann ekkert sniðugur? bara spyr?
Yfir í annað, fermingar. Margar bloggsíður eru fullar af undirbúningi um fermingar og allt sem þarf að vera og tilheyra, bla bla
Auglýsingar í öllum blöðum hvað þarf og allt must...... Hvet alla sem eru að ferma að setjast niður og athuga hvernig viljum við hafa ferminguna?
Viljum við vera að borga hana út árið eða er ekki betra að sníða hana eftir vexti. Það þarf ekki að vera eins og allir hinir, alveg satt.
Sum fermingarbörn fá allt sem hugurinn dreymir um, aðrir aðeins brot af því en það er líka í lagi, sú veisla og sú ferming getur verið innilegri og ástríkari en sú/sá sem hefur allt.
Ljósabekkir, algjört bull. 22% áhætta, bara eftir eina ferð í bekkinn að fá breytingu í húð, vá ekki þess virði.
Krem sem gera mann brúnan ok, en sumir bera hann vitlaust á og þá er allt flekkkótt. Vertu eins og þú ert þannig er það best, engin tilgerð eða raup
Dóttir mín fermdist fyrir 2 árum, og segi ég myndartaka í veislunni og hjá ljósmyndara, með kisuna sína, venjulegum fötum, í kirtli , með klarinett það er það besta sem uppúr stendur.
Gleðin er að eiga daginn, vera miðdepill dagsins og njóta alls með fjölskyldunni, vinum og vandamönnum.
jæja einn stuttur í lokin, brandari neiiiiiii kosssssssss
Athugasemdir
alveg sammála þér með fermingarveislur og undirbúning!!
Plís ekki fleiri brandara.............
Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 19:22
já einmitt, og ég sem elska brandara
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.