Ástarpungar hækka um 20 kr hvert stykki, snúðar sömuleiðis, ,,,,,,
28.3.2008 | 23:50
Heil og sæl,
Því í ansk...... láta íslendingar endalaust vaða yfir sig? Hvert stefnum við?
Er öskureið yfir öllum þessum hækkunum og launin mín hækka ekki. Hvað er í gangi.
Þar sem ég er búin að vera lasin undanfarnar vikur og fékk þann úrskurð að ég væri með asma og ofnæmi fyrir kisudruslunni minni henni Skottu, hef ég nánast eytt stórum hluta launa minna í sérfræðinga, lungnamyndartökur og meðul. já ég er komin með spýjuna upp í kok.
Frábær mótmæli bílstjóra í dag vildi óska að ég hefði haft efni á því að fylla tankinn minn og steðja suður og sýna stuðning, en nei. Díselolían hér er ca 153 -155 krónur, svona eftir því hvenær ég keyri framhjá bensó.
Ef ástarpungur hækkar um 20 krónur stykkið og sömuleiðis snúðar, bara tekið sem smá dæmi plús allt annað í bakaríinu hér, hver ætti þá að vera hækkun á mín laun á mínútu til að vera í takt við hækkanir, mér er spurn,
jæja verð svo æst að ég bara, ég bara, ég bara....
Ef þetta er ekki eitthvað sem dregur mann niður þá veit ég ekki hvað.
Hver er þín skoðun??? Svar óskast
kveð, er að fara að pústa mig fyrir nóttina,
Áfram Snæfell, gæfa og gengi á morgun
Athugasemdir
Mín skoðun er sú að enn einu sinni hafa launþegar látið taka sig í rassg...... með því að samþykkja kjarasamningana. Öll sú hækkun sem vannst þar kom tvöföld út í verðlagið.
Svo er krónan í frjálsu falli og hlutabréfamarkaðurinn rambar á brúninni til helvítis!
Og hvað gerir Seðlabankinn? Hækkar vexti!! Þrautpínd heimilin eiga semsé að taka á sig verðbréfahrunið!!
Ekki græddi ég á hlutabréfakaupum - af hverju á ég að taka á mig tapið núna?
Látum þá sem slógu lán fyrir sínum hlutabréfakaupum taka afleiðingum gerða sinna. Ég er orðin hundleið á að þurfa alltaf að taka fallið af svona glæfragosum!
Og hananú!
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2008 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.