Kvennahlaup og Green Globe húrra,húrra
7.6.2008 | 21:49
Heil og sæl.
Ein ég sit og blogga inni í litlu húsi enginn kemur að sjá mig nema litla ......
Húsbóndinn fór í gærkvöldi út á nes á Strandveiðimót. Hann hringdi áðan og var glaður og kátur, búin að setja eitt EFSA met, veiddi stóran þorsk og var með góða heildarveiði sem gefa stig.
Já ég gleðst yfir gleði hans þó ég hangi heima þvæ þvotta og tek til.
Snæfellsnes hefur fengið Green Globe vottun, frábært framtak.
Stykkishólmshöfn fékk bláfánann aftur, já
Konur, börn og hundar klæddust fjólubláu í tilefni dagsins, vegalengdir voru 3 km, 5km og 7km. Ég lét 3 duga enda er ég á asmapústi og sterum sem halda mér gangandi, allt gekk þó vel þó ég fái að kenna á því núna í kvöld, hóstandi og hóstandi.. öhöhhöhöhö
Læt þetta duga, er að semja umsókn til BÍL
kveðja,
Athugasemdir
Góður dagur hjá þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.