Hver ber ábyrgðina?

Heil og sæl.

Já nú er mín í ham.

Vinafólk mitt á hús, ef hús skyldi kalla, úti á landi.  Þau ætluðu að laga húsið og breyta einu herberginu og minnka um einn glugga.

Þegar framkvæmdir hófust, kom í ljós samskeyti gólf/veggur að eitthvað var dularfullt.  Gólfið var brotið upp og kom þar í ljós tómarúm.  Fyllingin í sökklinum var sigin um að ég held 1 m.  Hver sá/sér um þjöppumælingar eða má hver sem er gera þetta, þetta er frekar gamalt hús þannig að ???

Húsið er nú dæmt ónýtt, þar sem ekki er talið þess virði að brjóta öll gólf upp og fylla með grús.  Betur væri að rífa húsið og byggja nýtt.

Nú spyr ég, hver er réttarstaða fólksins?  Er þetta svipað og veggjatítluárás eða hvað finnst ykkur.

Hver ber ábyrgðna?  Slæmt fyrir þau að hafa keypt húsið! .  Veðskuld hvílir á húsinu og þau eru flutt út og farin að leigja. 

Lánin hækka og hækka, þannig að þau eru að borga af húsinu, leiguna og allt umstang sem hefur verið.

Þrautarganga á milli manna um ráð, aðstoð og hjálp en .....obobobobobobobbbbbob.

Já skrítin veröld það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband