Breyttur lífsstíll.
7.8.2008 | 22:34
Heil og sæl.
Sumarfríið er að verða búið, á mánudaginn fer ég á Reykjalund í 6 vikna prógramm á lungnadeild.
Það er komið eitt og hálft ár síðan ég hætti að reykja og er ekki að ná fullum krafti enn. Búin með veikindadagana mína.
Þannig að þessi lottóvinningur minn að komast á Reykjalund mun verða upphaf alls.
Ég mun reyna eftir bestu getu eða á ég að segja ætla
að skipta um lífsstíl.
Já það hljómar betur,
Kannski kemst ég í tölvu og blogga eitthvað, fréttir af kílótapi, gönguævintýrum og eflingu.
Kíló til sölu, áheit, hvert kíló 1000 krónur. ekki fráleit hugmynd hver býður fyrst.
kveðja,
Athugasemdir
Gangi þér vel á Reykjalundi, þar er gott að vera. Vonandi kemstu í tölvu svo við getum fylgst með þér. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.