Boccia og afmæli Reykjalundar í dag.

Heil og sæl.

Þá er vika 2 liðin og ég er komin til tengdaforeldra minna á Hjarðarhagann.

Vikan er búin að vera skemmtileg á allan hátt.  Ég var fengin til að spila boccia til að fylla upp í lið. Skemmti mér konunglega og nú spyrja eldri kempurnar," sæl kemur þú ekki í boccia í dag, það er svo gaman þegar þú ert meðW00t. Þvílíkt hrós. á og svo var ein sem var að fara heim, hún sagði að ég ætti bara að vera á Reykjalundi til að hressa fólk við.  Ennþá betra hrós. Hún sagði að ég væri himnasending.

Handboltaleikurinn átti hug og hjörtu allra á lungnadeild 3B.  Vistmenn jafnt og starfsfólk fékk útrás yfir mörkum okkar manna.  Inn á milli var athugað með púls, súrefnisupptöku og hvort einhver væri með brjóstverk af spenningi.  Þvílík skemmtun.Grin

Afmælishátíðin fór vel fram. Gestir frá Norðurlöndunum komu og skoðuðu  íþróttahúsið, þar sem ég sat í bolvindu-tækinu kom hersingin inn og heilsaði á meðan ég svitnaði og svitnai.   Ég bara brosti og hélt mínu striki þó 50 manns hafi glápt á mig. Vá bara fræg.

Þóra og Sunna heita stelpurnar í tækjasalnum og Þóra með síða ljósa hárið sitt var að hætta í dag og fara í nám.  Sendi henni broskveðju Cool og gangi þér allt í haginn dúllan mín.  Gaman að kynnast þér.

Menningarnótt er á morgun og ætla ég að stefna á Miklatún. Hitta dóttir mína og gera eitthvað skemmtileg með henni.

Íris Huld frænka í Stykkishólmi á afmæli á morgun Til hamingju frænkaWizard

Jæja læt þetta duga, er í fantagóðu formi eftir 2 vikur hvað þá eftir 6 vikur.

4 kíló farin en nóg eftir.

kveðja, er að fara í slökun  umumZZZZZZZZZZZZZZZ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert að meika það! EKki spurning

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þegar ég var á lundi fannst mér rosalega gaman að spila boccia.  Hafðu það gott áfram mín kæra. Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband