Að kyssa strenginn, Bogfimi

Heil og sæl.

Af mér er allt gott að frétta.  Vikurnar á Reykjalundi eru fljótar að líða, núna á ég tvær vikur eftir.  Ýmislegt er nú gert til gamans þar á meðal Bogfimi.  Já Ingi Bjarnar sér alfarið um tómstundir á staðnum. Síðustu viku vorum við að æfa Bogfimi, eða að kyssa strenginn.........

IMG_0143

Svona á að gera þetta.  Það er ekki hægt að læra allt í einu.  Ekki spenna hendina þá fer strengurinn í þig ekki sleppa örinni til hliðar heldur beint aftur í framhaldi af toginu.  Já en þetta er skemmtilegt þegar maður getur orðið kysst strenginn, já og að örin hitti markið en ekki móann fyrir aftan.

a

 

 

Nú svo var spiluð félagsvist á fimmtudagskvöldinu og var spilað á 5 borðum. Stuð og stemmning og allir vilja mæta aftur í næstu viku.

CAK1OEIECA954L0OCALUV7C0CAE4BHSPCA9D8NGZCAGE2BUMCAOEX3BCCA04FPTCCAMKZ2G6CAP88J43CA18NUCFCAD2KS4ICALO2Y18CANMZURNCAAG1M75CACZ1JQSCAJMW7XECAFINRV4CAP1P5T7

Nýjustu kílótölur eru  8.1kg  týnd og tröllum gefin.  þetta gengur bara vel.  Vöðvar sem lágu í dvala eru að koma fram, þrek og þol að styrkjast sykurinn dottinn niður úr 11 í 4,9, blóðþrýstingur eins og í unglingi, svo allt stefnir á rétta braut.  Gönguferðirnar eru 2-3 á dag en stæðst er 4 km gangan. Stuð og puð í brekkum.

Sundleikfimi, þrekþjálfun, lungnahjól, ganga og fræðsla= ný kona

IMG_0115Bannað að hlæja með maskann

Kristín Magdalena sem er með mér í endurhæfingu er sölukona fyrir Volare vörur og hún tók mig í smá yfirhalningu, andlitsmaska og fótanudd. Hún er ein sú hressasta sem ég þekki. 

Jæja læt þetta duga í bili, ætla í sund ,

Kveðja,

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæl Anna Sigríður

Vonast til að sjá þig við opnun sýningar minnar í Gerðubergi föstudaginn 12. sept. kl. 4.

Sýningin stendur til 2. nóv.

 Kær kveðja

Guðný Svava Strandberg

Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 14:03

2 identicon

Ætla að þakka kærlega fyrir kveðjuna um daginn! Ég sem hélt að ég hafði verið búin að skila eftir mig athugasemd en hún hefur ekki farið í gegn En gaman að sjá hvað árangurinn er flottur Sunna er greinilega að standa sig í tækjasalnum Gangi þér vel með áframhaldið!

Kveðja Þóra úr tækjasalnum

Þóra (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel

Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband