Vinir í raun
20.9.2008 | 12:34
Heil og sæl.
Nú er 6 vikna dvöl minni á Reykjalundi lokið. Var útskrifuð með toppeinkunn.
Ég er snortin af öllum kossum og knúsum sem ég fékk þegar ég var að kveðja, yndislegt fólk sem hefur snert hjarta mitt og gert mig að betri manneskju
Frábær samhugur allra sem eru að berjast við veikindi, hrygggigt, vefjagigt, slitgigt, stöðuga verki, lúpus, geð-vandamál, hjartveiki, lungna og asma veiki já bara að nefna það. Að baki hverrar manneskju er mikil saga, veikindi vanmáttur, vanskilningur annarra og svo lengi má telja.
Mér finnst ég heppin, bara smá lungna og asma vesen, sem mögulegt er að lækna.
Iðjuþjálfunin og sjúkraþjálfunin gerðu mér einstaklega gott.
Tilfinningin að vera einskis verð og geta ekki neitt, er horfin.
Þolinmæði er það sem ég þarf til að skipuleggja allt upp á nýtt.
Hreyfing, hollusta og fjölskyldan mun verða sett í forgang.
Knús og kveðja til allra sem voru með mér á Reykjalundi og annara sem mig þekkja. xxxx
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.