Líkamsmassi og fituprósenta
20.9.2008 | 12:55
Heil og sæl.
Já lokatölur Reykjalundar, því ég er rétt að byrja í breyttum lífsstíl.
Ég bætti þrekstuðul minn um 24.9 % (mælt með gönguprófi)
Missti 8.0 kg. og BMI fór niður um 2,5 stig. fitupróssenta fór niður um 13,5%
Lungnaþrek mitt var um 40 % en er nú ca 80 %
Ummál mittis fór niður um 12,5 cm og ummál brjósts fór niður um
7 cm.
Kveðja til ykkar allra.
Athugasemdir
Sæl, sæta. Ég fór auðvitað beint á síðuna þína þegar ég kom heim. Ég kem ábyggilega til með að fylgjast með hér og hringja til þín. Það voru mjög góðar móttökur í gærkvöldi þegar ég kom heim (úllalla), strákarnir reyndar ekki að fýla þetta að ég sé ekki heima því þeir voru frekar geðvondir og þreyttir. En ég heyri í þér í síma seinna.
Kyssi, kyssi og knúsi knúsi. Ég er strax farin að sakna þín, kjúti pæ
Kveðja,
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
Kristín Magdalena (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 14:21
Hæhæ Anna Sigga
Gott að þú sért komin heim í heiðardalinn og allt gengið að óskum. Þín verður sárt saknað í næstu viku á Reykjalundi, frábært að hafa þig með í hóp. Við verðum endilega að vera í bandi. Hafðu það sem allra best.
Bestu kveðjur,
Þóra Gíslad.
Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:04
Takk Þóra mín, ég verð með ykkur í huganum og það samkvæmt stundatöflu. knús og kossar.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.