Lyfjaverð og hækkanir að sliga mig.
22.9.2008 | 18:27
Heil og sæl.
Dóttir mín var lasin í dag. Ég fór með henni til læknis kl 16:00. Já hún fékk tvenns konar lyf eða smyrsl og síðan leysti ég út tvö af þremur af lyfjunum mínum. Maður var á undan mér í apótekinu og hann sótti tvö lyf, 1,960kr. Vá hvað þú borgar lítið hváði ég, segi svo í gríni ætli minn skammtur sé ekki 10.000 kr. Maðurinn kváði, en svo kom reikningurinn minn, 10,100kr.
Það gildir bara að brosa og borga því án lyfjanna get ég ekki verið.
Pay, smile and be happy.
Ég vinn í umönnunarstarfi á leiksóla í 100% starfi. Útborguð laun eru um 130.000. Greiðsluþjónustan er um 94.000kr. og þá er ekki mikið eftir.
Tryggingar hafa hækkað, lánin á húsinu, fasteignagjöld, og,,,,,,,,,,
læt þetta duga, ætla kæla mig niður og fara að elda kvöldmat.
Athugasemdir
Vá, þetta er ótrúlegt! Rosalega finnst mér rangt að níðast á fólki á þennan hátt. Ég þarf sem betur fer ekki á lyfjum að halda og væri til í að borga hærri skatta ef ég gæti verið viss um þeir væru notaðir í að niðurgreiða lyf og meðferðir fyrir fólk sem er veikt. Þegar lyf og fleira hækkaði í verði sagði þáverandi heilbrigðisráðherra að það væri gert til að auka kostnaðarvitund sjúklinga. Ætli þeim hafi nokkuð batnað við það? Algjört svínarí! Gangi þér vel!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:36
Úff!! Hrikalega dýr lyf! Þú hefur ekkert val um að skipta í lyf sem TR niðurgreiðir?
Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 20:21
sælar dömur, nei þetta eru samheitarlyf og eru ódýrari. TR greiðir þau niður líka. samt nær þetta þessari tölu. nema hvað, þau gera mér gott og ég þarfnast þeirra. kveðja og knús til ykkar.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.