Stend í stað, enn og aftur
30.9.2008 | 21:17
Heil og sæl.
Í dag er vigtunar-dagur og enn stend ég í stað. já eða að vigtin sé frosin. Það er jú að kólna í veðri. Hin aðferðin var betri að vigta sig á bakinu. En ég á góða vini sem hvetja mig og segja að þetta eru bara vöðvarnir, þeir eru þyngri.
Búin að fara í ræktina daglega síðustu viku og þessa líka, hjóla 30 mín, göngubretti 2x10 mín, fer í öll tæki, nei mín stendur í stað.
Kannski borða ég ekki eins reglulega og ég gerði á Reykjalundi, "Hjálpa þú mér upp mér finnst.........
Nei, það á að horfa á björtu hliðarnar, ég er ekki búin að þyngjast. Blæs ekki úr nös á þrekhjólinu, svo eitthvað er ég að gera rétt.
Ingi stuðningsvinur er búin að léttast um 1,8 kg í þessari viku
Til hamingju með það.
Óli litli búin að missa 10-11 kg á 5 vikum vá til hamingju.
Herbergisfélagi minn á Reykjalundi missti 9 kg á 6 vikum,
Kristín missti 9 kg líka, Þóra 7 eða 8 þannig að fullt af fólki er gera góða hluti.
Flestir eru að koma sér af stað í hreyfingu í framhaldi af verunni á Reykjalundi.
Sakna ykkar allra, knús og kossar
er hægt að vera meira krútt en þessi dúlla.? ég bara spyr

Athugasemdir
Hæ Anna Sigga
Verð að monta mig aðeins, eins og þú veist þá var viktað í morgun og eftir rétt rúmar 5 vikur voru 10,6 kg farin, og koma vonandi aldrei aftur. Lundurinn er frekar tómur, einn eftir í órólegu deildinni og gengur lítið að halda uppi fjörinu.
KV
'OLI
ÓLI (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:35
Sæll Óli minn og til hamingju með þennan frábæra árangur. Ekkert smá . Auðvitað á að monta sig, Ingi sendi mér sms í morgun með monti 1.8 kg þessi vika. Ég gleðst svo innilega með ykkur. Knús og kossar
Fyrrum óróleg......
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2008 kl. 22:33
Hæ hæ skvís
Hjá mér er allt gott að frétta, 7,5 kg fóru af mér á Reykjalundi og fékk ég viðurkenningarskjal þegar ég fór fyrir góðan árangur, ég var mjög ánægð með þetta allt saman, frábær tími. Ég er á fullu í sundlaug Kópavogs frá kl. 9:00 til 11:30 alla virka daga, þar er allt á einum stað, hjól, göngubretti, þrektæki og svo þessi fína inni sundlaug, mjög gott að vera þarna og berjast við kílóin. Það fóru 1,3 kg af mér í gær þriðjud. Mér var boðið að koma upp á Reykjalund á göngudeildina og Aldís ætlar að gefa mér einhver góð ráð og vikta mig ca 3-5 vikna fresti bara æði.
Jæja ég vona að þú hafir það sem allra berst og gangi vel að taka kílóin burt.
Bestu kveðjur Þóra Gíslad.
Þóra Gíslad (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:33
Hæ, Óli og Anna!!!!!!!! Gaman að sjá ykkur hér. Til hamingju Óli, þetta er frábært hjá þér og líka þér Anna og þú veist það vel. Þið eruð alveg frábær og ég er bara mjög ánægð að hafa kynnst ykkur báðum og öllum hinum á Reykjalundi. Ég er ekki eins dugleg og þú Anna, ég fer aðalega í göngutúra og fór í morgun kl. 8:20 og kom heim 10:40. Nokkuð langur gangur (heheheheh). En það var vegna þess að elsti sonur minn er að bera út Sunnlenska fréttablaðið og hann er heima veikur og blöðin komu í morgun þegar ég kíkti inn í búð í morgun (þetta var ekki á áætlun). En ég er hress og spræk núna og til í hvað sem er.
Hlakka til að sjá fleiri blogga hér og hvetja Önnu áfram.
Knús og kossar.......
Ein mjög óróleg ennþá...
Kristín Magdalena Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:30
Áfram stelpa , flottur árangur og svo er bara að halda dampi
kv stórasystiríreykjavíkinni

María Helga Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:19
Hæ Þóra skvís. Frábær árangur hjá þér eins og hinum. Fór í sund í Kópavogi síðustu helgi. frábært tilboð á ræktinni og sundi árskort 27.þús.
Hér er árskort í ræktinni 49 þús árskort í sundi er 20 þús.
Nema hvað, auðvitað vissi ég að þú gætir þetta enda ertu ákveðin kona órólega deildin mun hafa samband, man gemsa númerið knús og kveðja endilega settu inn tölur hér á blogginu. Þeir sem eru að senda inn er Ingi, Kristín, Steinunn, Óli og Björn já og ég.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2008 kl. 22:52
Hæ hæ aftur skvís hahahaha
Já það er gott mál að koma með tölurnar af kg sem fara af manni og hafa enn meira aðhlad á sér/okkur. Ég hitti Aldísi sjúkraþjálfara upp í sundlaug í morgun hún var bara hress. Þetta er bara rugl verðið á þessum árskortum þarna hjá ykkur, svona er að búa á landsbigðinni.
Jæja það var ekki meira í bili, gangi þér allt í haginn.
KV Þóra Gíslad.
Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.