Hugleiðingar trippis
18.10.2008 | 13:42
Af mér er allt gott að frétta. Fer daglega i ræktina og hamast þar, mæti svo í vinnuna kl 10:00. Labba svo í vinnuna og heim aftur. Já ekki vissi ég að ég gæti orðið hooked á göngu. Kannski er það ekki svo skrítið, ef ég geri eitthvað þá geri ég það almennilega, ekkert hálfkák.
Já, góða skó er nauðsynlegt að eiga og góða sokka, ekki svona glannalega skó en einhversstaðar er keppt í hlaupi kvenna á háhælum, úps myndi snúa fæturnar undan mér eins og skot.
Er Ísland farið til fjan.......... ekki gott að vera Íslendingur í dag og alls ekki í útlöndum. Hörmulegar sögur af fólki sem er úthýst út af þjóðerni.
Hvað er til ráða, svo eru ráðamenn hissa að við vorum ekki kosin í öryggisráðið, eru ráðamenn alveg úti að aka og veruleikafirtir? Ég bara spyr.
Ég vil breytingar takk, held ekki að starfandi stjórn geti reddað ástandinu fyrst hún lét þetta fara svona langt, áður en eitthvað var gert.
Alþingismenn eru sekir að aðhafast ekkert. Hvað er hægt að gera??
Slær hjarta landsmanna ennþá í takt
Þetta reddast, heyrði ég um daginn. Hvað heldur þú
Ég er sár og leið yfir þessu . Samt ekki svo þar sem mín staða er þokkaleg, ef þokkalegt er mælieining. Ég safna viðbótarsparnaði hjá Allianz. Maðurinn minn safnar viðbótarlífeyri án áhættu. Á samt eftir að athuga með það hjá bankanum hvort það sé til staðar eða ekki. Ef svo er er enginn ástæða að láta taka af sér sparnað til að henda honum út um gluggann.
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri
Hingað og ekki lengra
Davíð ætti að sjá sóma sinn í því að segja starfi sínu lausu. Það myndi gleðja hjörtu landsmanna. Vinur hans Geir H. H.
ætti að fylgja honum og saman gætu þeir ..............þið ráðið hvað þið sétið þarna inní.
Ætlaði að blóta ógætilega en mundi þá að það skilar mér engu.
Það sem skilar manni einhverju er góðmennska, kærleikur og að elska vini og vandamenn og af þeim á ég nóg.
Já, af ást á ég nóg, smá ket og fisk í frysti, smá aur fyrir mjólk og brauði. Get enn borgað reikningana því það lætur maður ganga fyrir, verst að reikningarnir gufi ekki upp eins og hitt draslið.
Látum hjartað ráða og huggum þá sem erfitt eiga og gefum af okkur eins og við getur, ást og umhyggju. Af því eiga Íslendingar nóg.
Allir fyrir einn og einn fyrir alla, þó svo að aðeins fáir hafi komið okkur í þennann djúpa ......
Athugasemdir
Göngukveðjur úr Grafarholtinu :) ég fíla þetta líka
Björn Zoéga Björnsson, 18.10.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.