Skrefamælir og kaloríu teljari
19.10.2008 | 23:07
Heil og sæl.
Fór í góðan göngutúr í kvöld með Maríu vinkonu minni. Við töluðum svo mikið að áður en við vissum af vorum við búnar með 5 kílómetra, veit það af því ég notaði göngumælir. Já allir verða að eiga svoleiðis í kreppunni miklu.
Verð að passa þófana, eftir að ég steig á nagla 1987 og 1968. Núna eru taugaverkir að koma fram og herpingur. Ekki gott.
Skildi vera hægt að sprauta botoxi í fæturnar eða setja silikonpúða.
Læt þetta duga að sinni,
Knús og kossa til ykkar sem eiga þá skilið.
Athugasemdir
Flott hjá þér :)
Björn Zoéga Björnsson, 20.10.2008 kl. 09:13
Þú getur fengið þér þykka, hlýja sokka! Eða innlegg til að varna því að fá verki í iljarnar.
Gangi þér vel áfram
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:33
Takk fyrir það, ég tek sko það til mín. Sérstaklega knús og kossa.
Þú ert nú alveg ótrúlega dugleg og viktunardagur á morgun!!!!
Knús og kossar til þín, af því þú átt það skilið.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.