Rokkóperan
17.11.2008 | 23:16
Heil og sæl.
Jesús hefur heldur betur slegið í gegn, gestir eiga ekki til orð yfir þessa stórsýningu og frábæra tónlist.
Hljóðið er ennþá að trufla okkur aðeins en leikarar láta það ekki slá sig út af laginu.
Krakkarnir eru frábærir. bara eitt orð yfir það.
Nýjar dagsetningar fyrir sýningar;
Miðvikudagurinn 19.nóv, kl 20:00
Föstudagurinn 21. nóv. kl 22:00
Sunnudagurinn 23.nóv. kl 14:00
Miðasala í síma 863 0078 eftir klukkan 16:00
Skellið ykkur vestur og sjáið skemmtilega rokkóperu
kveðja,
p.s. munið vigtunartölur<.
Athugasemdir
Hæ hæ, Þetta gengur bara vel hjá mér þessa stundina, en ég fór niður um 700gr sem er bara æði. Baráttukveðjur til þín/ykkar Þóra Gíslad.
Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:20
Hæ, skvísur, er í Reykjavík að drukkna..... í bókum og lestri.
Þarf að klára að lesa 7.bækur og skrifa 50bls verkefni fyrir næstur viku.
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef lest, en ég tel mig hafa lést þessa viku því eina næringin sem ég hef eignlega fengið síðan á laugardag, er upplýsingar úr bókum. Ef ég hef þyngst af viti þá eru það nokkur kíló en ég veit ekki hversu mörg.
Heyri í ykkur seinna.
Stína stúdína
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:58
Jæja þá er það tölur úr Gullbringusýslu!
1200 gr farin frá því síðast og þar með komin yfir 20 kg.
Sjáumst við um helgina???
ÓLI
OLI (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 08:54
Grafarholtið niður um 800 gr. :) ég er til í göngutúr
Björn Zoéga Björnsson, 19.11.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.