Vigtunardagur órólega gengisins
3.12.2008 | 23:08
Heil og sæl.
Setti inn tölur í gær en tölvan fraus á mig svo ég reyni aftur.
Anna hin eina sanna, stendur í stað.( er bara sátt að fara ekki upp , svona er að vera með hormóna brenglun og stera) Ingi niður um 200gr, Þóra sú allra duglegasta, niður um 900gr. go girl, fer að hafa áhyggjur um að þú hverfir hvað eru eiginlega mörg kg farinn?. Svo er það Óli minn og Björn strákar nýjar tölur óskast.
Er að undirbúa jólakortin og það gengur bara vel. Fer um helgina suður að kaupa jólagjafir og ganga frá öllu sem þarf að redda.
Er að gera heimilisfangalista athuga hverjir hafa flutt til að gera allt klárt fyrir jólakortakvöld fjölskyldunnar.
Læt þetta duga að þessu sinni, skoðið skessuhornið
og stykkishólmspóstinn á netinu þar er myndir og viðtal við mig vegna bogfimi minnar
knús og kveðja,
p.s. Björn sakna að heyra ekkert frá þér, hvernig gengur meðgangan?
Athugasemdir
Það er skó eingin hætta á því að ég hverfi, það nó eftir en. Ég er að ná 15. kg vanta 400gr upp á, bara æði. Já hormóna brenglun og stera líf hafa sitt að segja, það má bara ekki gefast upp, það er ekki í boði. Það er gott aðhald að koma með tölunar sínar hér og sjá hvað okkur gengur vel.
Kveðja og knús Þóra.
Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:35
Sæl Ófelía :) ég er búinn að vera mjög rólegur þessar vikurnar, búinn að standa í stað hvað vigtina varðar enda hef ég verið heima s.l. 2 vikur. Fór í aðgerð á öxlinni síðasta mánudag og er heima að jafna mig. Verð vonandi kominn í form þegar sól tekur að hækka á lofti. Fór að vísu í göngutúr í gær og gekk 5 km :)
Af meðgöngunni er það að frétta að Heiðdís hefur það sæmilegt, er gengin 32 vikur. Er með of háan blóðþrýsting og tekur það rólega heima.
Verðum í sambandi :)
PS. Stóra systir á afmæli í dag
Björn Zoéga Björnsson, 8.12.2008 kl. 14:00
Sæll, vinur Er búin að vera í höfðuborginni um helgina í stigalausu jólahlaðborðsáti, hahaha. látið fara vel um ykkur skotuhjúin. og Kiddý elsku gamla góða vinkona til hamingju með afmælið. Knús og kossar til ykkar allra. Er komin í jólaskap, búin að kaupa og pakka inn og senda alla pakka. hohho Ófelía
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:26
hæ Anna Sigga gott að það gengur vel hjá þér í heilsuátakinu. ég get mælt með rosalega góðri uppskrift af jógurtís, bara hollur og góður í jóladesert ég var einmitt að tala við afmælisbarn dagsins, og hún sagði mér frá ykkur Bjössa haldandi uppi stuðinu á Reykjalundi, flott hjá ykkur!
Bjössi minn knúsaðu mömmu litlu frá mér
Guðrún Sæmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:20
Hæ hó...
Ef þú ert að leita af heimilisfanginu mínu og finnur það láttu mig þá vita, veit það nefninlega ekki sjálf.
Það er aldeilis að þú ert dugleg í bogfiminni, væri til í að skella mér með þér á eina æfingu eða svo.
Sveittar kveðjur ;)
Selma A-2
Selma DV (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 05:17
Hæ, Anna dúlla. Þá er ég búin með þetta blessaða verkefni og það komið til æðri valda og ég hef ekkert þol fyrir þessa tölvudruslu sem ég á þar sem ég get bara ekki notað hana á vefnum. En þar sem þar
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 10.12.2008 kl. 08:35
Sko, ég er gripin í miðju orði. Ég hef ekki hugmynd um hvort ég hafi þyngst eða lést, þar sem sjúkraþjálfinn minn sagði mér að hætta að vikta mig. Hún sagði að nú væri farið að sjást það sem fer og ekkert að marka viktina. Prófa að vikta mig í janúar og þá koma tölur.
Ég hef sjaldan átt jafn mikið af fötum fyrir nokkur jól eins og þessi. Ég á fullan fataskáp af fötum sem ég var hætt að komast í og kemst núna í eitthvað af þeim (ekki öll, ég var einu sinni minni) svo það er bara gaman.
Ég er hætt að telja stig, borða bara ekki hvítt hveiti og hvítan sykur og gengur það bara fínt. Borða bara meira af fitu en ég hef gert (þarf að skoða það aðeins).
En mér gengur þetta bara ágætlega og ég virðist vera að grennast og styrkjast.
Heyri í ykkur seinna.
Kveðjur og knús.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 10.12.2008 kl. 08:44
Hæ, þá eru farin 15.kg og 300.gr betur, en alls fóru 700.gr jessssssss.
Baráttukveðjur til þín/ykkar, Þóra. :-)
Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:01
Er ekki vigtunardagur í dag ? Ég er farinn að þokast niður aftur :) 600 gr frá vigtun í síðustu viku. Bara nokkuð sáttur með það :) koma svo, látum þetta ekki lognast útaf :)
Björn Zoéga Björnsson, 10.12.2008 kl. 19:45
Jæja nýjar tölur úr kópafjarðarkjördæmi!
Til hamingju Þóra, þetta er alvöru og Aldís hjúkka af Reykjalundi bað að heilsa órólegu deildinni. Hitti hana í undirbúningi fyrir Astmafjallgönguna.
Síðasta vika 300 gr niður, og þessi vika 1750 gr niður, eru þá 22,4 kg farin frá 25. ágúst!
OLI (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:35
En hvað við erum öll frábær, fer ekki að nálgast 100 kg hjá okkur öllum?Takk fyrir það Óli, og já sömuleiðis þú stendur þig bara vel. :-) Nú er bara að halda áfram, ekki spurning.
Baráttukveðjur til ykkar allra. Þóra ;-)
.
Þóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.