Gleðilegt nýtt ár 2009, með þökk fyrir það gamla

Heil og sæl.

Af mér er allt gott að frétta. Ætla að setja inn loka vigtunar tölur fyrir þetta ár.   

Anna Sigga stend í stað,  Ingi niður um 800gr,snillingur Þóra, Steinunn, Björn og Óli senda inn nýjar tölur. 

Ekki gefast upp, núna er nýtt ár að hefjast og um að gera að sparka í ra...... og byrja að hreyfa sig aftur eftir jólaátið.  Ég er búin að taka eina 6 göngutúra núna á 4 dögum. Yndislegt og ég tala ekki um ef góður félagsskapur er með.   

cayx4y9ecaaeqthncagnz0agca6tze8ccajihzrhcabtuduycas6mkgpcasktr60caof160ycagzvcuvcauihejzca07g7y1cazajb2rcaqpkklfcau.jpgkveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Gleðilegt Nýtt Ár - takk fyrir samveruna og stuðninginn á liðnu ári.  Síðan síðustu tölur mínar voru birtar um miðjan desember hef ég staðið í stað.  Það er svo sem ágætt m.v. jólaátið o.þ.h.  En tölur síðasta árs hjá mér segja að síðan í byrjun ágúst 2008, þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að komast inná Reykjalund þá hef ég misst 13,9 kg :) á nýju ári er stefnan tekin á ný markmið :) góðar stundir :)

Björn Zoéga Björnsson, 1.1.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Hæ Anna Sigga, takk fyrir samveruna á liðnu ári.  Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að láta í mér heyra núna undan farið, er í sveitinni hjá tengdó og búin að vera í 2 vikur í jóla afslöppun.  Það er fátt eins gaman eins og að vera í faðmi stórfjölskyldunnar yfir jólatímann.  Ég hef ekkert þyngst yfir jólin og ekkert lést heldur.  Man ekki alveg hver talan var fyrir jólin og hef ekki mikið verið að vikta mig ( samkvæmt ráði sjúkraþjálfarans míns) en fötin mín eru mörg hver bara að passa betur og betur á mig.

Já, Björn nýtt ár kemur með ný markmið og ætla ég að halda áfram í hreyfingu og bæta þrek mitt á komandi ári. Heilsufarið er að batna svo tilætluðum árangri er náð, núna er að bæta hana enn meir og verða rosa mjó og flott.

Með ósk um gleðilegt ár og farsældar á nýju ári.  Megi Guð og gæfa fylgja ykkur sem ég kynntist á Reykjalundi, um ókomna tíð.

Kveðja,

Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:44

3 identicon

Hæ hæ og hó hó sæta skvíz..

Gleðilegt nýtt ár

Þú ert dugleg í göngutúrunum, vona þið hafið haft það gott yfir hátíðina og heilsan sé ofur góð

Super kveðja frá Jakarta

Selma DV (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 02:44

4 identicon

Gleðilegt ár Anna og allir hinir. Það er búið að vera lítið um aðhald hjá mér um jólinn, sem er bara allt í lagi. Nú verður tekið á því á nýju ári og haldið áfram. :-) Er búin að þyngjast um 1 og 1/2 kg síðan um 20 des, úbbs. :-)

Með von um gott samstarf á nýju ári og kílóin burt. Þóra Gíslad.

Þóra Gíslad (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:45

5 identicon

Gleðilegt ár!! gott fólk, viktaði mig 30. des og var þá komin niður um 2 kg milli vikna, sem er barasta skrambi gott! sló þau markmið sem ég setti mér fyrir áramót um 1.200 gr! og er ekki hættur!

Bestu kveðjur

ÓLI

OLI (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Agný

Gleðilegt ár og takk fyrir samveruna hér....

Og gangi þér allt í haginn á þessu ári sem er rétt byrjað.. En rosalega er ég hefppin að  vera eins og skógarbjörnminn sem leggst í dvala í skammdeginu..ég hef aldrei fitnað um jólin..meira að segja lagt af... En hef oft pælt í þessarri undarlegu stækkun mannslíkamns um jólin...svo fór ég að pæla8 jamm..geri það stundum;-))

Málið er að ég held að við mannskepnan séum enn meira lík skógarbirni en apa...því að þegar skammdegið rennur upp þá leggst bangsi í dvala og sefur..(hefur vit á því).. en við mannskepnurnar erum aldrei meira á fartinni á sama tíma og bangsi skreið í hýðið...

En þegar er dimmt svo gott sem allan sólarhringinn þá hægir á brennslunni hjá öllum spendýrum og náttúran segir að við eigum að vera í hvíld þá klukkutíma sem er dimmt.en það  gerum við ekki..

Nei þá erum við í öllu þessu kaupæðis..jóla..tiltektar veseni...alveg á full spítt þegar við erum með hæga brennslu og eigum í raun bara að sofa og gera ekki neitt..og ekki éta heldur..þurfum þess ekki þegar brennslan er svo hæg því við erum lengur að brjóta niður fæðuna....er nema von að margir lendi á spítala á þessum tíma með einhverskonar áföll og drukkna líka í þunglyndis sjónum... 

Þetta tel ég vera megin ástæðu þess að við söfnum forða um líkamann svona´hér og þar og allstaðar á þessum dimmustu mánuðum ársins...Þannig..við erum ekki komin af öpum..við erum komin útaf skógarbirni...;-)

En eitt..smá trikk... í hvert sinn þegar þú lítur í spegil ..segðu þá:

,, ég er grönn.".. Þó þú sjáir ekki granna manneskju þar þá sér heilabúið það ekki heldur en telur að þetta eigi hann að uppfylla... Þannig..ef þú staglast alltaf á því hvað þú sért feit við spegilmyndina þína , þá teur heilabúið að það eigi að uppfylla þessa "kröfu" þína....Heilabúið sér nefnilega ekki neitt en það nemur allt og varpar svo á "skjáinn"...

þú myndir ekki sjá neina mynd í tvíinu, þó þú skærir á rafmagnsleiðsluna sem liggur að tækinu... en það þarf samt þessa leiðslu til að varpa myndinni fram..sem sé gera hana "real".... Knús til þín og þinna

Agný, 3.1.2009 kl. 08:45

7 identicon

Hæ, þá er það kílóin, en það fór af mér 1,7 kg. Það hefur verið nó af vökva til staðar hjá mér eftir allt átið um jólin. Er byrjuð á fullu í ræktinni og sundi eftir 7.daga stopp.

Baráttukveðjur Þóra.

Þóra Gíslad (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband