Hvar er húmorinn? og fermingar-undirbúningur
11.3.2008 | 18:51
Heil og sæl,
Já alveg er ég stútfull af hissi að enginn skyldi kommentera brandarann minn um kindurnar á Land Rovernum eða var hann ekkert sniðugur? bara spyr?
Yfir í annað, fermingar. Margar bloggsíður eru fullar af undirbúningi um fermingar og allt sem þarf að vera og tilheyra, bla bla
Auglýsingar í öllum blöðum hvað þarf og allt must...... Hvet alla sem eru að ferma að setjast niður og athuga hvernig viljum við hafa ferminguna?
Viljum við vera að borga hana út árið eða er ekki betra að sníða hana eftir vexti. Það þarf ekki að vera eins og allir hinir, alveg satt.
Sum fermingarbörn fá allt sem hugurinn dreymir um, aðrir aðeins brot af því en það er líka í lagi, sú veisla og sú ferming getur verið innilegri og ástríkari en sú/sá sem hefur allt.
Ljósabekkir, algjört bull. 22% áhætta, bara eftir eina ferð í bekkinn að fá breytingu í húð, vá ekki þess virði.
Krem sem gera mann brúnan ok, en sumir bera hann vitlaust á og þá er allt flekkkótt. Vertu eins og þú ert þannig er það best, engin tilgerð eða raup
Dóttir mín fermdist fyrir 2 árum, og segi ég myndartaka í veislunni og hjá ljósmyndara, með kisuna sína, venjulegum fötum, í kirtli , með klarinett það er það besta sem uppúr stendur.
Gleðin er að eiga daginn, vera miðdepill dagsins og njóta alls með fjölskyldunni, vinum og vandamönnum.
jæja einn stuttur í lokin, brandari neiiiiiii kosssssssss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kindabrandari
27.2.2008 | 17:34
Heil og sæl.
Bóndi einn átti átta kindur. Eitthvað gekk honum ílla að fá þær tvílemdar.
Stórbóndi á næsta bæ átti afbragðs hrút, gullfallegan og marglitann. Sá hinn sami bauð bónda að koma með kindurnar og var hann viss að hrúturinn hans stæði fyrir sínu.
Bóndi fer næsta dag með kindurnar í Land Rovernum sínum og þeim sleppt í girðingu með hrútnum. Gekk allt vel, og þegar bóndinn er búin að setja kindurna inn í Land Roverinn. segir stóbóndinn, ef þetta hefur tekist liggja þær allar á bakinu í fyrramálið!!!!!
Snemma næsta dag ríkur bóndi út í hlöðu og þar standa þær og borða tugguna sína.
Aftur setur bóndi þær i Land Roverinn og keyrir til stórbóndans, hrúturinn vinnur sitt verk og aftur er keyrt heim.
Árla næsta dags, kemur húsfreyja bóndans inn og segir rollurna, rollurnar,
Hvað eru Þær allar liggjandi á bakinu??
Nei, þær eru komnar uppí Land Roverinn og liggja á flautunni.
Kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áfram Snæfell. til hamingju
25.2.2008 | 23:33
Bloggar | Breytt 27.2.2008 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Anda inn og halda.......... anda út
16.2.2008 | 16:40
Heil og sæl.
Já eins og venjulega er ég búin að vera lasin heima í ja, allt of lengi. Asmi og lungun eru að stríða mér. Er búin að fá tíma hjá sérfræðingi á Akranesi. Þarf líka að láta athuga hvort ég hafi ofnæmi fyrir hundum, köttum, rækjum og ryki til að byrja með.
Fór í lungnamyndatöku hjá nunnunum. já læknirinn er ekki viss af hverju þessi þreyta stafar. Púst sem ég á virðist hjálpa til en kannski eru það ekki rétt púst. nema vað látum kyrrt liggja þar til sérfræðingurinn hefur talað.
Einkadóttir okkar hjóna er á lúðrasveitamóti yfir helgina í Keflavík, já hef og mun alltaf kalla bæinn Keflavík. Hún hringir heim og uppfærir okkur hjónin um hvað er í matinn.
Hún er sérlega ánægð með aðstöðuna og maturinn er sérstaklega góður og allt bara æðislegt, já og vinkonur úr Mosó með í sama hóp.
Hún spilar á klarinett í rauðum hóp. Almenningi er boðið á sunnudag um 12:30 að mig minnir til að hlusta á afrakstur helgarinnar. Frábært en verst að ég kemst ekki, það er að ég held fyrsta skipti sem það gerist.
Jæja, ætla að druslast út í búð og kaupa eitthvað fyrir kvöldið, þar sem við hjónin erum ein heima úúú´´uuú´. Spennandi.
kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Undibúningur fyrir næstu viku.
31.1.2008 | 20:24
Heil og sæl,
Dagurinn í dag fór í að búa til öskupoka, já öskupoka.Einfalt fyrir yngstu börnin. Filt taubútar límdir á og síðan einfalt, band hnýtt og vollla, tilbúið. Í vikunni bjuggum við til bolluvönd, ekki alveg með gamla laginu nei með pappadiskum og skrauti. Börnin máluðu diskana, klipptu litríkan pappír og límdu á og síðan var krep-pappír límdur í lengjum og diskarnir heftaðir saman. Mjög skemmtileg. Ég fíla það í tætlur að vinna með börnunum.
Einu sinni í gamla daga var ég að labba laugaveginn og var stungin í bakið með prjón og fékk risastórum öskupoka. Annað skiptið nældi einhver miða aftan á mig sem á stóð klappaðu mér. Allir voru svo vingjarnlegir og heilsuðu mér og klöppuðu mér á öxlina.
Jæja svo er eftir að finna hvað ég verð á miðvikudag, já auðvitað það sama og í fyrra. Karíus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Betra seint en aldrei.
30.1.2008 | 21:07
Heil og sæl,
Ja hérna að bíða í 60 ár. Hvað ætla þau að gera til að halda uppá 70 ár frá því hann dó?????
Kveðja,
![]() |
Ösku Gandhis varpað í hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kattarmatur;
30.1.2008 | 20:47
Heil og sæl.
Auglýsing símanns með kisunni sem borðar manninn er alveg glötuð.
Hver finnur uppá svona vitleysu?
Kveðja, vakandi auga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leyndur galli,
30.1.2008 | 20:38
Heil og sæl,
Ja hérna, guðs mildi að ekki fór verr. Leyndur galli, en að frétt sé hálfan mánuð að rata suður. Átti þetta ekki að fréttast.???? Eru margir sem slasast? Það kostaði mörg mannslíf og slys að byggja Kárahnjúkavirkjun.
Faglegt eftirlit. Hver ber ábyrgð?
Kveðja, vakandi auga,
![]() |
Fékk í sig rafstraum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Noteleg stund heima frekar en í snjóskafli.
30.1.2008 | 20:31
Heil og sæl,
Hellisheiði lokuð um helgina en samt fóru ca. 25 bílar yfir. Bílar lentu útaf og hindra umferð. Hvað er fólk að hugsa..? Ekkert. Talandi um að verða að komast, hvað getur verið svo mikilvægt ja nema sjúkrabíll, að ekki megi kúra sig heima, hringja og segja ég kem ekki veðrið er svo vont.Hvað þýðir tæpast ferðaveður?????????
Fólk sem ég þekki varð að fara í jarðarför. Þau voru um 4 tíma á leiðinni í skafrenningi, leið sem tekur um klukkutíma og 45 mín að fara án stopps.
Ok það lagði þetta á sig, en fólk þarf að hugsa hvað er nauðsyn.?
Ökum varlega, það er vetur og febrúar að byrja, teflum ekki í tvísýnu.
Takk, þorrakveðjur
![]() |
Hálka á Hellisheiði og í Þrengslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vetramyndir og sorpflokkun
30.1.2008 | 20:03
Heil og sæl.
Mikið er ég nú glöð með þetta fallega veður, þó smá vindur blási um er mér nokk sama. Fór smá bíltúr og tók myndir af bænum mínum.
Já, mínum þar sem bæjarbúar eru fyrst til að flokka rusl. Græn tunna, brún tunna og svo sú gamla. aðalumræða á öllum vinnustöðum er Í hvaða tunnu setur þú.....????, grænu? ha brúnu ? já einmitt og muna að þvo allt.
Græn=pappír, brún =lífrænt, og svört almennt sorp
Bæjarbúar eru hvattir áfram af ötulum hóp fólks sem er annt um bæinn okkar og reynir að vekja fólk til umhugsunar. Stefnan er að minnka urðun og að endurvinnsla pappírs, plasts og matarúrgangs til moltugerðar. Vakning, vakning
Þar síðustu helgi var tunnunum dreift í bæjarfélaginu og svo kom rok og ennþá meira rok og mátti sjá fólk hlaupa á eftir tunnunum sínum.
Já enn og aftur komumst við á kortið, við eigum bláfána fyrir höfnina, grænfána í leik og grunnskóla.
Þetta þarf ekki að vera erfitt, byrja bara smátt.
Margir safna alltaf blöðum er það ekki??? Skipulag...........
Mjólkurfernur, þvegnar og þurkaðar. Spara rafmagn og minnka vatnseyðslu. Ekki láta vatnið renna að óþörfu.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Jæja, nóg um það,
Kveð að sinni er að fara flokka drasl.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)