Vinir
21.9.2008 | 22:06
Anna Sigga og Kristín Magdalena
Á Reykjalundi kynntist ég snildar skemmtilegri stelpu sem heitir Kristín Magdalena. Hún hringdi í mig í kvöld og var á leiðinni á Reykjalund. Hún á eina viku eftir og hún vildi bara vita hvernig lífið væri hjá mér.
Það að vera með sama fólkinu svo vikum skiptir og svo ekki meir, það þarf aðlögun. Fólk sem maður er með allann daginn í allri þjálfun, sömu deild hvernig er hægt að loka á það 1 2 og 3.
Það er ekki hægt.
Verið góð hvort við annað, góður vinur er ekki á hverju strái.
Knús og kossar til ykkar sem mig þekkja og passið að fara í fötin á réttunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breyttur lífs-stíll
21.9.2008 | 10:58
Heil og sæl.
Góðan dag dúllurnar mínar, hvar sem þið eruð á landinu.
Vaknaði við hundana mína, var víst búin að sofa of lengi. Þeir fara út snemma á morgnana og pissa, þessar elskur. Ekki vildi ég pissa úti núna, slagveður, en Birta og Freyja láta sig hafa það.
Nema hvað í dag þarf ég að skipuleggja líf mitt uppá nýtt. Alveg satt.
Hvað er það sem ég vil breyta?
Fara í sund og gera æfingarnar mínar. Sundleikfimi.
Hreyfa mig meira, ganga, hjóla og fara í tækjasalinn.
Láta heimilið í forgang, Því heima er best.
Fara fyrr að sofa og hvíla mig vel. Hvíld og slökun skiptir máli.
kveðja,
p.s. vinnan? hvaða vinna, grín hún er þarna líka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bangsa-knús
20.9.2008 | 23:16
Heil og sæl.
Er að fara að sofa en vildi senda kærleiks-knús til þeirra sem þekkja mig.
xxxxx.
kveðja,
Bloggar | Breytt 21.9.2008 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bogfimi hefur heillað mig uppúr skónum.
20.9.2008 | 20:59
Heil og sæl.
Já, þá er ég búin að finna íþróttagrein sem ég get hugsað mér að stunda. Bogfimi
Gat ekki ímyndað mér hvað þetta er skemmtileg. Fór síðustu helgi í Hátún 14 þar sem er aðstaða fyrir bogfimi og fylgdist með æfingum laugardag og sunnudag, var ekki skráð á námskeiðið en fékk að fylgjast með.
Vonandi á draumur minn eftir að rætast.
kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Álit óskast...innlits-kvitt
20.9.2008 | 18:58
Heil og sæl.
Hvernig er það með fólk sem er að skoða síðuna, nennir enginn að gefa álit á færsluna nú eða innlits-kvitt. já nú er mín bara fúl.....
Nei síður en svo, en gaman að heyra frá einhverjum.
kveðja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Líkamsmassi og fituprósenta
20.9.2008 | 12:55
Heil og sæl.
Já lokatölur Reykjalundar, því ég er rétt að byrja í breyttum lífsstíl.
Ég bætti þrekstuðul minn um 24.9 % (mælt með gönguprófi)
Missti 8.0 kg. og BMI fór niður um 2,5 stig. fitupróssenta fór niður um 13,5%
Lungnaþrek mitt var um 40 % en er nú ca 80 %
Ummál mittis fór niður um 12,5 cm og ummál brjósts fór niður um
7 cm.
Kveðja til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vinir í raun
20.9.2008 | 12:34
Heil og sæl.
Nú er 6 vikna dvöl minni á Reykjalundi lokið. Var útskrifuð með toppeinkunn.
Ég er snortin af öllum kossum og knúsum sem ég fékk þegar ég var að kveðja, yndislegt fólk sem hefur snert hjarta mitt og gert mig að betri manneskju
Frábær samhugur allra sem eru að berjast við veikindi, hrygggigt, vefjagigt, slitgigt, stöðuga verki, lúpus, geð-vandamál, hjartveiki, lungna og asma veiki já bara að nefna það. Að baki hverrar manneskju er mikil saga, veikindi vanmáttur, vanskilningur annarra og svo lengi má telja.
Mér finnst ég heppin, bara smá lungna og asma vesen, sem mögulegt er að lækna.
Iðjuþjálfunin og sjúkraþjálfunin gerðu mér einstaklega gott.
Tilfinningin að vera einskis verð og geta ekki neitt, er horfin.
Þolinmæði er það sem ég þarf til að skipuleggja allt upp á nýtt.
Hreyfing, hollusta og fjölskyldan mun verða sett í forgang.
Knús og kveðja til allra sem voru með mér á Reykjalundi og annara sem mig þekkja. xxxx
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kyssa strenginn, Bogfimi
6.9.2008 | 13:48
Heil og sæl.
Af mér er allt gott að frétta. Vikurnar á Reykjalundi eru fljótar að líða, núna á ég tvær vikur eftir. Ýmislegt er nú gert til gamans þar á meðal Bogfimi. Já Ingi Bjarnar sér alfarið um tómstundir á staðnum. Síðustu viku vorum við að æfa Bogfimi, eða að kyssa strenginn.........
Svona á að gera þetta. Það er ekki hægt að læra allt í einu. Ekki spenna hendina þá fer strengurinn í þig ekki sleppa örinni til hliðar heldur beint aftur í framhaldi af toginu. Já en þetta er skemmtilegt þegar maður getur orðið kysst strenginn, já og að örin hitti markið en ekki móann fyrir aftan.
Nú svo var spiluð félagsvist á fimmtudagskvöldinu og var spilað á 5 borðum. Stuð og stemmning og allir vilja mæta aftur í næstu viku.
Nýjustu kílótölur eru 8.1kg týnd og tröllum gefin. þetta gengur bara vel. Vöðvar sem lágu í dvala eru að koma fram, þrek og þol að styrkjast sykurinn dottinn niður úr 11 í 4,9, blóðþrýstingur eins og í unglingi, svo allt stefnir á rétta braut. Gönguferðirnar eru 2-3 á dag en stæðst er 4 km gangan. Stuð og puð í brekkum.
Sundleikfimi, þrekþjálfun, lungnahjól, ganga og fræðsla= ný kona
Kristín Magdalena sem er með mér í endurhæfingu er sölukona fyrir Volare vörur og hún tók mig í smá yfirhalningu, andlitsmaska og fótanudd. Hún er ein sú hressasta sem ég þekki.
Jæja læt þetta duga í bili, ætla í sund ,
Kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú er mín tengd á Reykjalundi.
27.8.2008 | 21:25
| ||
Bloggar | Breytt 5.9.2008 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Boccia og afmæli Reykjalundar í dag.
22.8.2008 | 22:48
Heil og sæl.
Þá er vika 2 liðin og ég er komin til tengdaforeldra minna á Hjarðarhagann.
Vikan er búin að vera skemmtileg á allan hátt. Ég var fengin til að spila boccia til að fylla upp í lið. Skemmti mér konunglega og nú spyrja eldri kempurnar," sæl kemur þú ekki í boccia í dag, það er svo gaman þegar þú ert með. Þvílíkt hrós. á og svo var ein sem var að fara heim, hún sagði að ég ætti bara að vera á Reykjalundi til að hressa fólk við. Ennþá betra hrós. Hún sagði að ég væri himnasending.
Handboltaleikurinn átti hug og hjörtu allra á lungnadeild 3B. Vistmenn jafnt og starfsfólk fékk útrás yfir mörkum okkar manna. Inn á milli var athugað með púls, súrefnisupptöku og hvort einhver væri með brjóstverk af spenningi. Þvílík skemmtun.
Afmælishátíðin fór vel fram. Gestir frá Norðurlöndunum komu og skoðuðu íþróttahúsið, þar sem ég sat í bolvindu-tækinu kom hersingin inn og heilsaði á meðan ég svitnaði og svitnai. Ég bara brosti og hélt mínu striki þó 50 manns hafi glápt á mig. Vá bara fræg.
Þóra og Sunna heita stelpurnar í tækjasalnum og Þóra með síða ljósa hárið sitt var að hætta í dag og fara í nám. Sendi henni broskveðju og gangi þér allt í haginn dúllan mín. Gaman að kynnast þér.
Menningarnótt er á morgun og ætla ég að stefna á Miklatún. Hitta dóttir mína og gera eitthvað skemmtileg með henni.
Íris Huld frænka í Stykkishólmi á afmæli á morgun Til hamingju frænka
Jæja læt þetta duga, er í fantagóðu formi eftir 2 vikur hvað þá eftir 6 vikur.
4 kíló farin en nóg eftir.
kveðja, er að fara í slökun umumZZZZZZZZZZZZZZZ
Bloggar | Breytt 23.8.2008 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)