Kisukrútt
30.9.2008 | 22:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veik fyrir svona strák... sem
30.9.2008 | 21:39
Heil og sæl.
Ég er alltaf svo veik fyrir þessum gæja, algjört krútt.
Er í krúsídúllu skapi.
Aljört dúddímon.
kveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stend í stað, enn og aftur
30.9.2008 | 21:17
Heil og sæl.
Í dag er vigtunar-dagur og enn stend ég í stað. já eða að vigtin sé frosin. Það er jú að kólna í veðri. Hin aðferðin var betri að vigta sig á bakinu. En ég á góða vini sem hvetja mig og segja að þetta eru bara vöðvarnir, þeir eru þyngri.
Búin að fara í ræktina daglega síðustu viku og þessa líka, hjóla 30 mín, göngubretti 2x10 mín, fer í öll tæki, nei mín stendur í stað.
Kannski borða ég ekki eins reglulega og ég gerði á Reykjalundi, "Hjálpa þú mér upp mér finnst.........
Nei, það á að horfa á björtu hliðarnar, ég er ekki búin að þyngjast. Blæs ekki úr nös á þrekhjólinu, svo eitthvað er ég að gera rétt.
Ingi stuðningsvinur er búin að léttast um 1,8 kg í þessari viku
Til hamingju með það.
Óli litli búin að missa 10-11 kg á 5 vikum vá til hamingju.
Herbergisfélagi minn á Reykjalundi missti 9 kg á 6 vikum,
Kristín missti 9 kg líka, Þóra 7 eða 8 þannig að fullt af fólki er gera góða hluti.
Flestir eru að koma sér af stað í hreyfingu í framhaldi af verunni á Reykjalundi.
Sakna ykkar allra, knús og kossar
er hægt að vera meira krútt en þessi dúlla.? ég bara spyr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég ætla að blása blása blása, blása mig hássssssa
29.9.2008 | 22:55
Minn fyrsti vinnudagur eftir 5 vikna sumarfrí, sex vikur á Reykjalundi og síðastu viku. Mætti rétt fyrir hádegi og þá var verið að blása lífi í mann sem lá hálfur á gólfinu.
Konurnar voru sveittar við að bjarga blessuðum manninum, Karl minnir mig að hann heiti. Karldruslan var hnoðaður um 1.200 sinnum þ.e. 20 konur hver kona gerði að meðaltali 60 sinnum fyrst með einni hendi og svo með báðum og svo var blásið og blásið.
Nauðsynlegt að fara á skyndihjálparnámskeið, eða hvað finnst ykkur?
112
Brunavarnir; Gengið um húsnæðið, og athugað með flóttaleiðir. Slökkvitæki skoðuð og rætt um eitt og annað sem snýr að þessu.
Kíkti uppá Hótel, þar eru æfingar hafnar á "Jesús Guð dýrðlingur"
Spennandi.
Ætla að fara snemma að sofa, er þreytt koss og knús.
P.S. Takk fyrir að hughreysta mig.
Góður vinur er eins og gamalt teppi, hlýtt og notalegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bogfimi, æfingarhelgi
28.9.2008 | 09:11
Heil og sæl.
Stóðst ekki freistinguna og fór til höfuðborgarinnar í bogfimi. Æfingar eru á laugardögum 15:30 til18:40 og sunnudögum13:00
Stóð mig ágætlega í gær og í dag og er ég að einbeita mér af að sleppa örinni rólega. Það er kúnst að gera það í áframhaldi af að kyssa strenginn.
Þetta liggur allt í hendinni. Sleppa rólega og í áframhaldi að toga hendina aftur. Ekki út til hliðar eða snöggt.
Það gekk bara vel er að læra að sleppa strengnum.
Skorað var á mig að taka þátt í Reykjavíkur mótinu í enda nóvember.
Ester og Lísa, hver veit, kannski tek ég þátt. Það sem skiptir máli er að vera með, er það ekki ???? og hafa gaman af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Apa-viðskipti
24.9.2008 | 13:43
Heil og sæl,
N1 og Skeljungur hafa hækkað verð á eldsneyti í dag. N1 hækkar verð á bensínlítra um 3 krónur og á dísilolíulítra um 5 krónur en Skeljungur hækkar bensínverð um 4 krónur og dísilolíu um 6 krónur lítrann.
Já nú er mín kjaftstopp, á bara að jarða mann strax. Helv... nei Hans í túni.
Ég á dísilbíl. enda ég vona ??
Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gengið og hjólað til góðs, fyrir mig sjálfa!!!
24.9.2008 | 13:27
Heil og sæl.
Mætt í ræktina kl 8:00 eftir að hafa skutlað bóndanum í vinnuna.
Göngubretti 20 mín á mismunandi stillingum, hjólaði í 30 mín og tók svo tækin og teygjur. Var komin heim um 10 leytið. Steinsofnaði eftir sturtu, ætlaði að nota slökun en rotaðist.
Hreyfing er góð fyrir hjarta og lungu
Svona væri gott að hafa eftir æfingar, ha láta nudda svolítið í sér.
Knús til ykkar allra,
p.s vigtaði mig á bakinu og viti menn allt aðrar tölur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kíló-vaktin á þriðjudögum
23.9.2008 | 11:43
Heil og sæl.
Í dag er vigtunardagur hjá Reykjalundar fólki. Heyrði í einum í dag sem var kátur með sín 900gr, sá hinn sami hafði gengið 8 km í gær. Til hamingju með þetta og smá knús.
Vigtin mín sagði 300 gr. Ekki alveg sátt en allt betra en ekkert. Ég fór í sund í gær og gerði æfingarnar mínar, voða dugleg.
Á eftir að heyra frá nokkrum í viðbót. Kemur í ljós. Á meðan verið góð hvort við annað og hugsið fallega um náungann.
knús,
p.s kannski er best að vigta sig á bakinu???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lífið og tilveran
23.9.2008 | 10:53
Heil og sæl.
"Notaðu það sem mælikvarða á velgengni þína hvort þú býrð við sálarró, góða heilsu eða ást "
" Vertu brosmild/ur. Það kostar ekkert, en verður ekki metið til fjár."
" Lærðu að hlusta. Tækifærin láta oft lítið yfir sér "
kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lyfjaverð og hækkanir að sliga mig.
22.9.2008 | 18:27
Heil og sæl.
Dóttir mín var lasin í dag. Ég fór með henni til læknis kl 16:00. Já hún fékk tvenns konar lyf eða smyrsl og síðan leysti ég út tvö af þremur af lyfjunum mínum. Maður var á undan mér í apótekinu og hann sótti tvö lyf, 1,960kr. Vá hvað þú borgar lítið hváði ég, segi svo í gríni ætli minn skammtur sé ekki 10.000 kr. Maðurinn kváði, en svo kom reikningurinn minn, 10,100kr.
Það gildir bara að brosa og borga því án lyfjanna get ég ekki verið.
Pay, smile and be happy.
Ég vinn í umönnunarstarfi á leiksóla í 100% starfi. Útborguð laun eru um 130.000. Greiðsluþjónustan er um 94.000kr. og þá er ekki mikið eftir.
Tryggingar hafa hækkað, lánin á húsinu, fasteignagjöld, og,,,,,,,,,,
læt þetta duga, ætla kæla mig niður og fara að elda kvöldmat.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)