Borgarfjörður skartar haustlitum
12.10.2008 | 17:53
Heil og sæl.
Skrapp um helgina í bústað í Svignaskarði og átti notalega stund með vinum.
Slökun, gönguferðir, heitu pottur og góður hollur matur er endurnæring fyrir heilsuna.
Þó ég segi sjálf frá þá finnst mér ég líta bara vel út. Hoj og slank.
Já Borgarfjörður skartaði sínu fegursta.
Glanni,
Þvílíkt og annað eins, eftir 2 tíma göngu um holt og hæðir enduðum við í heita pottinum og grilluðum kjúklingabringur og borðuðum salat með.
Labbaði í nýju gönguskónum og nýju angóru ullarsokkunum mínum. Tærnar voru heitar og fínar eftir labbið. Takk fyrir sokkana....
Þegar ég kom heim fór ég á tónleika lúðrasveitarinnar í Stykkishólmi en það höfðu verið æfingarbúðir alla helgina og dóttir mín að spila. Forsmekkur af verkefnum vetrarins.
P.S Mynd af göngufélögum mínum fær að fylgja með, strákar þið voruð frábærir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Órólega deildin.....
8.10.2008 | 19:07
Heil og sæl.
Elsku dúllurnar mínar. Vigtunardagur í dag.
Anna Sigga upp um 1 kg, Ingi upp um 1 kg, Kristín Magdalena stendur í stað, Þóra upp um 100 gr, Björn niður um 800 gr, Óli 100gr niður og Steinunni 2,3kg niður eftir 2 vikur húrra fyrir þér og svo til hamingju með afmælið.
Nema hvað, er þetta eðlilegt, eða er það fæðið. Vita allir upp á sig sökina?
Fann fruntalegar myndir sem vekja mann til umhugsunar eða.......
Vilt þú vera svona?
Er það þetta sem við viljum nnnneeieiieieeieiei.
Það að standa í stað er ekki svo slæmt. Vöðvamassinn er massívari og vegur þyngra en fita. vá gáfulegt. ha en,
Bara að taka þessu rólega, við erum ekki í kapphlaupi. Það sem hefur setið á okkur í 10, 20, 30 ár hverfur ekki 1.2. og 3
Ég vil bara segja, þetta kemur, verið þolinmóð og styrkjum hvort annað.
Knús og kossar til ykkar allra hvort sem þið farið upp eða niður. kg kg kg kg kg kg kg kg kg
Formaður órólegu deildarinnar,?
Bloggar | Breytt 12.10.2008 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ísland farsælda frón,
7.10.2008 | 19:46
Heil og sæl.
Nenni ekki að sökkva mér nákvæmlega í þessar hörmungar liðinna daga.
Er nógu þung fyrir. hahahah Nei halda skal áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Á morgun er vigtunardagur og kominn skjálfti í órólegu deildina. Koma svo, senda inn tölur.
Ég er undir miklu álagi að finna húsnæði fyrir leikfélagið. Hótelið virðist hafa bókað allar helgar í nóvember þ.e. föstudag og laugardag fyrir jólahlaðborð. Skemman sem við höfðum augastað á fæst ekki.
Á ég kannski að athuga með kirkjuna, já spyrja safnaðarnefndina ?
Jesús Guð Dýrðlingur myndi sóma sér vel þar. Hátt til lofts og vítt til veggja. Já pæli í þessu.
Jæja er að fara upp á hótel á leikæfingu og skipulagsfund.
p.s. knús til allara sem ég þekki.
kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur til sælu
5.10.2008 | 23:24
Heil og sæl.
Vaknaði 5 mín í tíu. Morgunmatur á Hótel Loftleiðum lokar tíu. Í buxur, bol og flókaskóna mína slettaði hárið og hljóp niður. Konan í afgreiðslunni sagði " við lokum 10 " já fínt ég borða mjög hratt. Yndislegur morgunmatur og góður kaffibolli fullkomið til að byrja góðan dag.
Fór í bogfimi klukkan 13:00 til að stilla boga númer 22. Já ætla að reyna að taka þátt í Reykjavíkur mótinu 29-30 nóvember.
Mig langar að láta gera bol fyrir mig með töff merki sem ég fann á netinu.
Samt er ein sem ber af af því að ég er svo veik fyrir bangsadúllum,
Jæja læt þetta duga, sendi knús og kossa um allt landið.
kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugmynd af frumlegum jólagjöfum óskast.
3.10.2008 | 22:20
Heil og sæl.
Jólin koma eftir 82 daga. Já eins gott að fara að huga að jólagjöfum og jólakortum.
Hef alltaf verið tímanlega í þessu en núna er ég hugmyndasnauð.
Er einhver þarna úti sem lumar á hugmynd????
Kannski verða engin jól, ha Dabbi sem stal jólunum.
Engar vörur til í landinu, engir peningar, engar gjafir mér líður eins og Karíusi. Engar karmellur og engin vínarbrauð. Þetta eru slæmir tímar Baktus bróðir. Eftir að tannburstinn kom og hreinsaði allt nammi burt.
Ja hugleiðing. Ferðin sem ég fer um helgina er kostuð af starfsmannasjóðnum sem er búin að safnast upp í 2 eða 3 ár. Matur,gisting og leikhús. Frábært hlakka til. Kannski er þetta með því síðasta sem maður gerir. ha
Horfðu á björtu hliðarnar
eins og bangsi sagði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fló á skinni, laugardag kl 19
3.10.2008 | 18:19
Heil og sæl.
Er að fara í menningarferð með vinnufélögum og mökum til Reykjavíkur.
Fyrst er það Grasagarðurinn að borða svo á skauta. Gistum á Hótel Loftleiðum förum síðan á Kringlukránna að borða og síðan á leikhús.
Eftir leikhúsið förum við aftur á Kránna og borðum desertinn, dönsum við dúndrandi músik fram eftir nóttu og ............ hver veit hvað gerist ...
Kl 13 á sunnudag ætla ég í Bogfimi og bóndinn ætlar með mér. Hlakka mikið til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Holskefla hækkana
2.10.2008 | 23:20
Heil og sæl.
1982 flutti ég til Svíþjóðar í nám. Fyrir eina krónu sænska borgaði ég tvær íslenskar. 1985 þegar ég snéri heim úr námi borgaði ég 10 krónur ísl fyrir eina sænska.
LÍN lánið mitt sem ég tók, eins lítið og ég gat, eða um 246.þús varð að 1.miljón 85´
Byrjaði að borga af láninu 1987 og stóð lánið þá í miljón, rúmlega.
Er búin að borga í 21 ár, og fyrst núna er miljónin komin í 980 þús. ha hvernig lánið er núna veit ég ekki þori ekki að kíkja
Já ég er bara grautfúl yfir þessari verðbólgu.
Kannski endar maður eins og ísbirnirnir það er allt að bráðna undan þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jesús Guð Dýrlingur.....í Stykkishólmi í nóvember
2.10.2008 | 23:05
Heil og sæl,
Af mér er allt gott að frétta. Mæti í ræktina 7:45 á hverjum morgni og er mætt í vinnuna kl 10:00.
Börnin eru yndisleg og voru svo glöð að sjá mig aftur eftir 12 vikur. Er þreytt eftir daginn þó ég sé bara til 14:00.
Leikfélagið er farið að stað með æfingar.
Við ætlum að sýna Jesús Guð Dýrlingur
Búið er að velja í flest aðalhlutverk. Þetta er samstarfsverkefni Leikfélagsins og Grunnskólans í Stykkishólmi.
Meira auglýst síðar.
kveðja,
Bloggar | Breytt 18.10.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er að fíla þetta í..........
30.9.2008 | 22:50
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gerðu það, ég skal........
30.9.2008 | 22:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)