Borgarfjörður skartar haustlitum

Heil og sæl.

Skrapp um helgina í bústað í Svignaskarði og átti notalega stund með vinum.

Slökun, gönguferðir, heitu pottur og góður hollur matur er endurnæring fyrir heilsuna.

Þó ég segi sjálf frá þá finnst mér ég líta bara vel út. Hoj og slank.

IMG_0004

Já Borgarfjörður skartaði sínu fegursta.

Glanni,

IMG_0016

Paradís      IMG_0024

 

Haustlitir    IMG_0017

 

Þvílíkt og annað eins,  eftir 2 tíma göngu um holt og hæðir enduðum við í heita pottinum og grilluðum kjúklingabringur og borðuðum salat með.

Labbaði í nýju gönguskónum og nýju angóru ullarsokkunum mínum.  Tærnar voru heitar og fínar eftir labbið. Takk fyrir sokkana....

Þegar ég kom heim fór ég á tónleika lúðrasveitarinnar í Stykkishólmi en það höfðu verið æfingarbúðir alla helgina og dóttir mín að spila.  Forsmekkur af verkefnum vetrarins.

P.S  Mynd af göngufélögum mínum fær að fylgja með, strákar þið voruð frábærir.

IMG_0001

 

 

Knús og kveðjur,   








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband