Danskir dagar og Danmerkurferð

Heil og sæl,

Hvad siger du? 

Já, mín er búin að vera annsi upptekin við eitt og annað.

Fyrst voru danskir dagar í Stykkishólmi.  Mikil gleði og mikið grín.  Fór á fína hjólinu mínu og seldi heitt súkkulaði og Lion bar súkkulaði fyrir Lionsklúbbinn Hörpu.IMG_0147Já rautt skal það vera á dönskum dögum. 

Frábær helgi og fallegt veður.

 

Nú svo fór mín til Danmerkur með 10 bekk GSS Grunnskóla Stykkishólms til vinabæjar okkar Kolding.  Skemmtilegir dagar, fórum í Legoland og Danfoss universe á Als eyju  Frábært safn og vert að skoða.

IMG_0214Krakkarnir voru að vinna að verkefni um Danfoss hitastýri-tæki, þrýstijafnara og annað.  Unnu síðan að gerð heimasíðu.  Enduðum í Kaupmannahöfn í 2 daga, rok og rigning í Tívolíi en samt mjög skemmtilegt.  Komum heil heim á laugardag, allir glaðir og kátir Grineftir viku útiveru.

Jæja nú er tími til að blogga. InLove Bóndinn farinn að Hólum í fiskeldis námið og kemur eftir viku.  Heyrði í honum áðan og þetta leggst bara vel í hann. 

Læt þetta duga, er enn í danska tímanum, verð að fara að sofaSleeping

Góða nótt og sofið vært,,,,,,Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hlaut að vera, skildi ekkert hvað hefði orðið um þig.  kveðja í Hólminn.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk,

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband