Með skóflu og fötu út í skóg og vettlingar eru mælieining.
9.5.2008 | 23:58
Heil og sæl,
Ég skellti mér til Svíþjóðar, Örebro og Stokkhólms með leikskólanum mínum, í svona námsferð. Fullkomnir dagar.
Gaman að sjá eitthvað nýtt, það hreyfir við manni, fær mann til að hugsa hlutina upp á nýtt.
Skoðuðum leikskóla í Örebro með mismunandi áherslur,
Útileikskóli þar sem börnin eru mest allan daginn út í skógi,borða og gera þarfir sínar. Ef það er hægt að borða úti án þess að nota vettlinga er það gert. Tónlistarleikskóli þar sem 80 % barnana eru innflytjendur og samskipti erfið, Reggio leikskóla og foreldra-rekinn leikskóla, foreldrar eiga skólann og eru með stjórn og foreldrar þurfa að skila inn 35 tímum í vinnu á önn.
Skemmtileg og Svíar frábærir. Númer 1,2 og 3 eru börnin.
Börnin á foreldra rekna leikskólanum teiknuðu mynd af íslenska fánanum með snjóboltum allt í kring og skrifuðu velkomin undir. fullkomið!
Jæja læt þetta duga í þessari færslu,
god natt,
Athugasemdir
Sæl næstum því alnafna. Þó það skjóti skökku við á þessum tímapunkti svona veðurfarslega séð þá segi ég samt sem áður gleðilegt sumar. Gaman hjá ykkur að fara í svona námsferð og það út fyrir landssteinana
Anna, 10.5.2008 kl. 00:08
Sniðugar svona ferðir.
Eigðu góða helgi
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.